Krefjast aðgerða

Framkvæmdastjórn Starfsgreinasambandsins krefst þess að alþingismenn taki höndum saman um endurreisn efnahagskerfisins, klári Icesave og setji hagsmuni þjóðarinnar í forgang. Þetta kemur fram í ályktun frá framkvæmdastjórninni.

„Búðarhálsvirkjun, endurbygging í Straumsvík, Verne Holding, Helguvík, Tónlistarhúsið, Reykjavíkurborg - framkvæmdir, Framkvæmdasýslan, álver á Bakka, orkuver tengt Bakka, Gagnaver, Tomhawk, Grundartangi, Koltrefjaverksmiðja, pappírsverksmiðja, 2 x orkuver 200 MW.

Sjúkrahús, tvöföldun Hvalfjarðaganga, Vaðalaheiðargöng, Suðurstrandarvegur, Sundabraut, Vesturlandsvegur. Vegagerð á Sv-horni, Samgöngumiðstöð. Þjónusturými fyrir aldraða var m.a. týnt til í minnsiblaði frá 16. júní 2009 í tengslum við undirritun Stöðugleikasáttmálans.

Þetta eru fjárfestingaverkefni upp á 280 – 380 milljarða króna á ári næstu 3 árin sem gætu skilað um 26 þúsund ársverkum á næstu árum, framkvæmdir sem mundu hafa veruleg áhrif á efnahagsframvindu næstu ára, takist að koma einhverjum hluta þeirra á legg," að því er segir á vef Starfsgreinasambandsins

mbl.is

Bloggað um fréttina