Sex af tíu á móti listamannalaunum

MMR kannaði hversu fylgjandi eða andvígt fólk væri gagnvart því að ríkið greiði listamannalaun. Af þeim sem tóku afstöðu voru 61,4% sem sögðust frekar eða mjög andvíg greiðslu á listamannalaunum. Skipt eftir einstökum svörum voru 32,7% sem sögðust mjög andvíg. 28,7 sögðust frekar andvíg. 28,8% sögðust frekar fylgjandi og 9,8% sögðust mjög fylgjandi því að ríkið greiði listamannalaun.

Ekki er mikill kynjamunur á svörunum. 62,4 prósent karla og 60,3 prósent kvenna voru frekar eða mjög andvíg því að ríkið greiði listamannalaun.

Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru hlynntari listamannalaunum en íbúar landsbyggðarinnar. 42 prósent eru því frekar eða mjög fylgjandi en 33,2 prósent íbúa landsbyggðarinnar.

Spurt var: „Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) því að ríkið greiði listamannalaun?“ Samtals tóku 92,5% afstöðu til spurningarinnar eða 932 úr álitsgjafahópi MMR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert