Sigurjón formaður Frjálslynda flokksins

Fundargestir á landsfundi Frjálslynda flokksins. Sigurjón Þórðarson er á miðri …
Fundargestir á landsfundi Frjálslynda flokksins. Sigurjón Þórðarson er á miðri mynd. mbl.is/Ómar

Sigurjón Þórðarson var kjörinn formaður Frjálslynda flokksins á landsfundi flokksins í dag en hann var einn í kjöri. Ásta Hafberg var kosin varaformaður en hún felldi Kolbrúnu Stefánsdóttur, sem hefur verið varaformaður. Þá var  Grétar Mar Jónsson sjálfkjörinn í embætti ritara.

Guðjón Arnar Kristjánsson gaf ekki kost á sér til endurkjörs í formannskjöri. Fram kemur á heimasíðu Frjálslynda flokksins, að Sigurjón hefði í þakkarræðu sinni sagt, að ástæðan fyrir því að flokkurinn hefði ekki orðið stærri í gegnum tíðina vera fyrst og fremst vegna þess að hann hefði alltaf beitt sér gegn sterkum ósanngjörnum  hagsmunum. Það þyrfti að taka rækilega til í íslenskum stjórnmálum. Hann sagðist viss um að flokkurinn hefði sigur að lokum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert