Gos talið hafið í Eyjafjallajökli

Eldgos kann að vera hafið í Eyjafjallajökli. Að sögn lögreglunnar á Selfossi er mikill viðbúnaður vegna þessa og byrjað að rýma bæi efst í Fljótshlíðinni. Veðurstofan segist hafa fengið fréttir af gosbjarma í jöklinum en enginn gosórói kemur fram á mælum og fréttirnar hafa því ekki verið staðfestar enn.

mbl.is

Bloggað um fréttina