Lokun á Suðurlandsvegi aflétt

Lögreglan er með vakt við afleggjarann að Skógum.
Lögreglan er með vakt við afleggjarann að Skógum. Ómar Óskarsson

Umferðartakmörkunum sem fram að þessu hafa verið við Hellu og við Skóga hefur verið aflétt. Umferð hefur verið hleypt á Suðurlandsveg en almannavarnanefnd beinir þeim tilmælum til fólks að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu.

Almannavarnarnefnd fundaði með vísindamönnum og deildarstjóra Almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra í morgun og í dag og í framhaldi af því hafa verið teknar eftirfarandi ákvarðanir:

Í tilkynningu frá almannavarnarnefnd segir að gossvæðið sé hættusvæði og því lokað allri umferð. Lagt er fyrir eigendur sumarhúsa á hættusvæðinu að dvelja ekki í húsum sínum í nótt.

Rýmingar sem verða í gildi í nótt eru eftirfarandi:

Drangshliðardalur verður rýmdur.

Austur Eyjafjöll, ofan vegar verða eftirtaldir bæir rýmdir: Núpakot, Þorvaldseyri, Seljavellir og Lambafell

Austur Eyjafjöll, neðan við veg: Önundarhorn, Berjanes, Stóra Borg, Eyvindarhólar og Hrútafell. (Ystabæli, Miðbælisbakkar engir íbúar þar)

Rýmingar í Fljótshlíð: Rauðuskriður og Fljótsdalur,

Rýmingar í Austur-Landeyjum: Brú, Leifsstaðir

Öðrum rýmingum er þar með aflétt. Enn er unnið á Neyðarstigi. Rýmt verður að nýju ef forsendur breytast.

Takmarkanir á umferð

Umferð hefur fram að þessu verið stöðvuð við Hellu og við Skóga. Henni verður nú hleypt á Suðurlandsveg en tilmæli til fólks að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu. Eftirlitspóstar verða við Skóga og við Hvolsvöll. Áhöfn bílsins við Skóga fylgir eftir rýmingu á bæjum undir A Eyjafjöllum. Lögreglumaður og björgunarsveitarmaður frá Hvolsvelli fylgja eftir rýmingu í Fljótshlíð.

Umferð hefur gengið vel, nú er hún meiri til vesturs eftir Suðurlandsvegi. Lögregla er við eftirlit með hraða alla leið til Reykjavíkur. Spáð er éljaveðri í Hellisheiði í nótt og því ekki ráðlegt að vera á ferð nema á bílum búnum til aksturs við slíkar aðstæður.

Umhirða búfénaðar

Yfirdýralæknir og matvælastofnun mælist til þess við bændur að þeir fylgist vel með öskufalli vegna hættu sem búfénaði getur stafað af mengun sem því fylgir.

Vatnsveitur

Þar sem bæir eru með einkavatnsveitur er nauðsynlegt að fylgjast með gæðum vatns. Tekin hafa verið sýni úr neysluvatnslind sem fæðir Vestmannaeyjabæ og reyndist það í lagi.

Upplýsingar um öskufall

Veðurstofan óskar sérstaklega eftir upplýsingum u öskufall frá gosstöðvunum ef þess verður vart. Þetta er mikilvægt vegna ákvarðana varðandi flug innanlands og til og frá landinu.

Fyrirkomulag vaktar í nótt

Aðgerðarstjórn verður við störf á Hellu í nótt. Samhæfingastöðin í Skógarhlíð verður einnig mönnuð. Stöðug vakt er á jarðeðlissviði Veðurstofu á meðan á gosinu stendur.

Almannavarnarnefnd mun næst koma saman að nýju kl. 09:00 í fyrramálið og fara yfir stöðuna þá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Stöldrum við á hamstrahjólinu

12:30 Félagslegur stöðugleiki er gríðarlega mikilvægur og jafnmikilvægur og efnahagslegur stöðugleiki. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á 45. þingi BSRB á Hilton hótel Nordica í morgun. Meira »

„Eðalsíld sem er þarna á ferðinni“

12:11 „Við fengum aflann í fjórum holum á einum sólarhring. Tvo hol gáfu 450 tonn, eitt 350 og eitt um 250. Aflinn fékkst norðaustast í færeysku lögsögunni og það er eðalsíld sem er þarna á ferðinni,“ segir Óli Hans Gestsson, stýrimaður á Berki NK, en von er á skipinu til Neskaupstaðar með 1.500 tonn af síld núna í hádeginu, eftir að hafa lagt af stað af síldarmiðunum í gærmorgun. Meira »

„Svei þér Eyþór Arnalds“

11:51 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það geri hana hrygga og hissa, en líka alveg „ótrúlega brjálaða“ að hlusta á Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins, „hamast“ á Degi B. Eggertssyni borgarstjóra vegna braggamálsins svokallaða á meðan hann er í veikindaleyfi. Meira »

Baldur: „Winter is coming“

11:50 „Winter is coming,“ eða vetur kemur, sagði Baldur Borgþórsson, borgarfulltrúi Miðflokksins, á borgarstjórnarfundi í gær, þegar hann lagði til óháða úttekt á framkvæmdum við Hlemm. Þar vísaði hann til þess að fara þyrfti yfir mörg mál þar sem framúrkeyrsla í framkvæmdum borgarinnar yrði skoðuð. Meira »

Aðeins tveir fengið skattskrána

11:45 Einungis tveir aðilar hafa fengið skattskrá allra Íslendinga yfir 18 ára afhenta frá ríkisskattstjóra og koma þannig til greina sem aðilar á bak við vefsíðuna tekjur.is „Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef frá starfsmönnum ríkisskattstjóra þá hafa bara tveir aðilar fengið þetta á pappír.“ Meira »

Staða geðsjúkra fanga grafalvarleg

11:40 „Í fyrsta lagi held ég að þetta ástand sé grafalvarlegt og búið að vera mjög lengi,“ segir Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, um stöðu geðsjúkra fanga. Hann hefur gert forsætisráðherra viðvart vegna skorts á skýrum svörum frá dóms­mála- og heil­brigðisráðuneyt­i vegna málsins. Meira »

Fulltrúi ráðuneytis á fund vegna skýrslu

11:32 Starfshópur sem vann áfangaskýrslu um störf og starfshætti Samgöngustofu kom á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í gær til að fara yfir skýrsluna og þær athugasemdir sem settar eru fram í henni. Meira »

Eiga bætt kjör bara við suma?

11:19 „Yfirskrift þingsins er bætt kjör, betra samfélag,“ sagði Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, í opnunarávarpi sínu á 45. þingi BSRB á Hilton hótel Nordica í morgun. Hún sagði að BSRB vildi gera allt til að bæta lífskjör launafólks í landinu. Meira »

32 milljónir fyrir aðkeypta vinnu

11:00 Forsætisráðuneytið hefur gert verksamninga um aðkeypta ráðgjöf, sérverkefni og verkefnisstjórn við 23 aðila frá því að sitjandi ríkisstjórn tók við. 8. október síðastliðinn hafði ráðuneytið greitt 32.646.798 kr. vegna þessara verkefna. Meira »

Allt að 19 mánaða bið eftir svari

10:46 Lengsti tími sem embætti umboðsmanns Alþingis hefur þurft að bíða eftir svörum ráðuneytis við fyrirspurnum sínum við úrvinnslu kvartana frá almenningi er eitt ár og sjö mánuðir. Þetta er meðal þess sem kom fram á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar með umboðsmanni Alþingis. Meira »

Varað við óviðeigandi mannaferðum

10:33 Á Facebook-síðu Seltjarnarnesbæjar er varað við óviðeigandi mannaferðum sem sést hefur til á undanförnum dögum í bænum. Segir að þar hafi menn skimað inn í garða, götur og innkeyrslur og tekið ljósmyndir, jafnvel í rökkri. Meira »

Kvörtunum fækkar milli ára

10:09 389 kvartanir og erindi bárust umboðsmanni Alþingis í fyrra og eru það 6,9% færri mál en árið á undan. Kvörtunum hefur fækkað síðustu ár en á árunum 2011 til 2014 voru kvartanir að jafnaði í kringum 500. Langalgengasta umkvörtunarefnið, líkt og fyrri ár, er tafir á afgreiðslu mála hjá hinu opinbera eða rúmur fimmtungur. Meira »

„Shut up and swim!“

09:19 Sundkempan Sigrún Þ. Geirsdóttir sagði sögu sína í Magasíninu, en hún er fyrsta og eina íslenska konan sem hefur synt yfir Ermarsundið. Það gerði hún árið 2015 og ekki átakalaust. Sundið tók 22 klukkustundir og 34 mínútur og í sjö klukkustundir barðist hún við ógleði og uppköst í sundinu. Meira »

Mælti fyrir frumvarpi til stuðnings bókaútgáfu

08:58 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mælti fyrir frumvarpi um stuðning við bókaútgáfu á Alþingi í gær. Frumvarpið er liður í heildstæðum aðgerðum stjórnvalda til stuðnings íslenskri tungu sem kynntar voru í haust. Meira »

Umskurður drengja ekki bannaður

08:35 Umskurður drengja er ekki bannaður samkvæmt íslenskum lögum og óvíst að umskurður geti fallið undir almenn hegningarlög. Þetta kemur fram í skriflegum svörum Sigríðar Á. Andersen dómsmálráðherra við fyrirspurn Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Meira »

Áfram unnið að samnorrænum innkaupum

08:31 Ráðherrar heilbrigðismála í Danmörku og Noregi hafa lýst afdráttarlausum vilja til þess að vinna áfram með Íslandi að sameiginlegum innkaupum lyfja og að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra undirriti einnig yfirlýsingu landanna þar að lútandi fyrir Íslands hönd. Meira »

Frumvarpið „einn glundroði“

08:18 „Mannanöfn kunna við fyrstu sýn að þykja heldur léttvæg þegar rætt er um þjóðtungu Íslendinga og tilraunir til þess lengja í henni lífið. Svo er þó ekki. Sennilega er enginn einn þáttur mikilvægari.“ Meira »

Rannsókn á Landssímareit ekki lokið

08:15 Stjórn Félags fornleifafræðinga hefur sent Morgunblaðinu eftirfarandi athugasemd sem Sólrún Inga Traustadóttir, formaður félagsins, ritar undir: „Stjórn Félags fornleifafræðinga undrast gagnrýni í fréttaflutningi Morgunblaðsins um aðgang að gögnum í vörslu stjórnanda fornleifarannsóknar á Landssímareitnum“ Meira »

Vænta lækkunar og fresta skiptum

07:57 Farið er að bera á því að erfingjar dánarbúa séu farnir að gera sér væntingar um að skattstofn erfðafjárskatts lækki eftir næstu áramót og óski eftir frestum á skiptalokum fyrirliggjandi dánarbúa fram yfir þann tíma. Meira »
VILTU VITA HVAÐ ER FRAMUNDAN
SPÁI Í TAROT OG BOLLA. þEIR SEM FARNIR ERU SEGJA MER UM FRAMTÍÐ ÞÍNA. ERLA S. 58...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...