Jarðskorpuhreyfingar halda áfram

Gosstöðvarnar í dag.
Gosstöðvarnar í dag. mynd/Andri

Jarðskorpuhreyfingar sem hófust fyrir gosið á Fimmvörðuhálsi eru enn í gangi. Þetta sýna GPS-mælingar á svæðinu. Sigrún Hreinsdóttir jarðeðlisfræðingur segir að þetta sýni að ekkert lát sé á þeirri atburðarrás sem hófst fyrir gos.

Nokkrir GPS-mælar eru undir Eyjafjöllum og fyrir gos settu Sigrún og samstarfsmenn hennar upp fleiri mæla. Mælarnir veita upplýsingar um hreyfingar í jarðskorpunni sem gefa mikilvægar vísbendingar um kvikuinnskot. Miklar hreyfingar voru í gangi fyrir gos. Mælir í Steinsholti sýndi t.d. eins sentimetra hreyfingu á dag.

„Hreyfingarnar sem við sáum fyrir gos halda bara áfram. Þessir atburðir eru því áfram í gangi og það er ekkert sem bendir til að það sé að hægja á þessu,“ sagði Sigrún.

Sigrún segir að í aðdragenda goss hækki eldstöð og þegar gos hefjist sígi hún aftur niður. Engin merki séu komin um slíkt í þessu gosi.

Gosstöðvarnar í dag.
Gosstöðvarnar í dag. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert