Stöðugleikasáttmálinn rofinn

Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. mbl.is/Árni Sæberg

Samtök atvinnulífsins líta svo á að stjórnvöld hafi rofið stöðugleikasáttmálann með samþykkt skötuselsfrumvarpsins svokallaða. „Ríkisstjórnin er að vísa okkur úr stöðugleikasáttmálanum með samþykkt þessara laga," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Alþingi samþykkti í dag lagafrumvarp um breytingu á stjórn fiskveiða, en í því er bráðabirgðaákvæði sem heimilar sjávarútvegsráðherra að auka skötuselskvóta um 2000 lestir á næstu tveimur fiskveiðiárum og úthluta útgerðum viðbótarkvótanum gegn gjaldi.

Aðspurður hvaða þýðingu það hafi að stöðugleikasáttmálinn hafi verið rofinn segir Vilhjálmur það hafa áhrif á öll samskipti samtakanna við stjórnvöld. Meðal annars muni það birtast þegar næsta lota kjarasamninga hefst, en í lok nóvember eru ýmsir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði lausir. 

Nánar er fjallað um þetta í Morgunblaðinu í fyrramálið

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert