Hraunslettur þeytast hátt

Fell hefur myndast við gígana á Fimmvörðuhálsi eins og greinilega má sjá á myndum sem Ólafur Örn Nielsen tók úr flugvél yfir gosstöðvunum rétt fyrir kl. 13.00 í dag. Hraunsletturnar þeyttust þá á annað hundrað metra upp úr gígnum.

Þá sést á myndskeiði, sem Kjartan Jónsson tók, þegar hraun rennur niður í Hrunagil.

Ólafur Örn kvaðst ekki hafa séð eldgos áður. „Þetta var ótrúleg lífsreynsla og stórkostlegt að sjá eldtungurnar þarna upp í loftið,“ sagði Ólafur Örn. Þeir flugu á lítilli flugvél nálægt gígunum á Fimmvörðuhálsi.

„Við flugum þarna við hliðina og sáum grjót fljúga upp í 100-200 metra hæð örugglega,“ sagði Ólafur Örn. Eins og sjá má hefur hraunið breitt úr sér og mörk þess og snæviþakins landsins mjög greinileg. Víða rýkur úr nýrunnu hrauninu. 

Ólafur Örn taldi að fellið sem hefur myndast við gígana gæti verið 100 til 200 metra hátt, þótt erfitt sé að meta hæð þess úr lofti.

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir að fellið sem myndast hefur þrengi að gígunum. Hann telur að virkni gossins sé svipuð í dag og í gær. 

Myndarlegt fell hefur myndast við gígana á Fimmvörðuhálsi.
Myndarlegt fell hefur myndast við gígana á Fimmvörðuhálsi. Ólafur Örn Nielsen
Hraunslettur og grjót þeyttist á annað hundrað metra upp í …
Hraunslettur og grjót þeyttist á annað hundrað metra upp í loft frá gígnum. Ólafur Örn Nielsen
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert