Sundurlyndisfjandann má ekki magna

Skötuselur
Skötuselur mbl.is

„Nóg er af raunverulegum vandræðum á Íslandi þó að við séum ekki að rembast við að búa þau til sjálf,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, og beinir orðum sínum til Samtaka atvinnulífsins. Hann spyr hvort allir félagsmenn SA séu sáttir við þau hlaupi frá borði.

Steingrímur ræddi um þá ákvörðun SA að segja sig frá Stöðugleikasáttmálanum vegna samþykktar skötuselsfrumvarpsins svonefnda. „Ég tel að allir þurfi að horfast í augu við sína ábyrgð. Það gildir að sjálfsögðu um okkur, ríkisstjórnina og stjórnarflokkanna, en einnig stjórnarandstöðuna og líka um Samtök atvinnulífsins. Ég leyfi mér að spyrja hvort allir félagsmenn þeirra séu sáttir við að þau hlaupi frá borði með þeim hætti sem þau gerðu, út af skitnum nokkrum kílóum af skötusel.“

Fjármálaráðherrann kallar ákvörðun SA dæmalausa og segist enn trúa því að forsvarsmenn samtakanna sjái að sér. „Við þurfum á öllu öðru að halda núna en því að hleypa sundurlyndisfjandanum lausum. Þurfum á öllu öðru að halda við Íslendingar en að magna upp þann fjanda.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert