Eldgosið enn á sama styrk

Eldgosið í Eyjafjallajökli séð frá Fljótshlíð.
Eldgosið í Eyjafjallajökli séð frá Fljótshlíð. Árni Sæberg

Engar breytingar hafa orðið á eldgosinu á Fimmvörðuhálsi í nótt. Að sögn Veðurstofunnar hefur styrkur gossins og gosórói haldist sá sami. Ekki er lengur sérstök næturvakt sem á Veðurstofunni til að vakta gosið.

Gosóróinn fór vaxandi eftir hádegi í gær en hann datt niður um hríð í fyrrinótt og framundir morgun. Upp úr klukkan 18 í gær kom hrina nokkurra jarðskjálfta upp á 2-2,5 stig, þeir fundust m.a. í Húsadal í Þórsmörk.

Gunnar B. Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir mælingar á óróa gefa vísbendingu um kraftinn í gosinu, sem hafi smám saman minnkað. Þá segir hann GPS-tæki sem mæla jarðskorpuhreyfingar sýna að skorpan hefur hætt að þenjast út, og jafnvel gengið örlítið til baka. En alls ekki megi slá því föstu að gosinu fari að ljúka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert