Ferðamenn festu sig á Öxi

Eins og sést á þessari mynd er vegurinn yfir Öxi …
Eins og sést á þessari mynd er vegurinn yfir Öxi ófær. Mynd fengin af vef Vegagerðarinnar.

Björgunarsveitarmenn á Austurlandi hafa komið erlendum ferðamönnum til aðstoðar í dag sem festu bíla sína á Öxi. Að sögn lögreglu er fjallvegurinn ófær og því lokaður umferð.

Að sögn lögreglu er búið að koma tveimur hópum erlendra ferðamanna til aðstoðar nú eftir hádegi. Í annarri bifreiðinni voru tveir ferðamenn en fjórir í hinni. Þeir voru ekki í samfloti. Vel gekk að sækja ferðamennina.

Lögreglan segir að veðrið sé ágætt en bendir á að vegurinn sé ófær þar sem hann sé ekki ruddur á veturna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert