Breiður hraunstraumur rennur í Hvannárgil frá nýju gossprungunni á Fimmvörðuhálsi: Eldri gígurinn að þagna

Mikill hraunstraumur er í tvær áttir frá nýju sprungunni og ...
Mikill hraunstraumur er í tvær áttir frá nýju sprungunni og hún hefur hlaðið upp strút sem sést lengst til vinstri. Árni Sæberg

Mikil virkni er í nýju gossprungunni á Fimmvörðuhálsi en eldri gígurinn er þagnaður í bili. Ármann Höskuldsson, jarðskjálftafræðingur hjá jarðvísindadeild Háskóla Íslands, segir að breiður hraunstraumur liggi nú að vestari drögum Hvannárgils og renni einn til tvo kílómetra á klukkustund.

Ármann segir að bláar gosgufur stígi upp úr eldri gígnum en engar sprengingar. Það bendi til þess að hann sé að kólna. Á loftmyndum sést að þar er enn mallandi hrauntjörn í lokuðum gíg.

„Það er ansi lífleg virkni í nýju sprungunni og æði mikið hraun sem rennur frá henni,“ segir Ármann og telur ekkert lát á gosinu.

Sjá nánar um eldgosið og mál því tengd í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »