Elín launahærri en Ásmundur í Landsbankanum 2009

Elín Sigfúsdóttir og Ásmundur Stefánsson.
Elín Sigfúsdóttir og Ásmundur Stefánsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fram kemur í ársreikningi Landsbankans fyrir árið 2009 að Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi bankastjóri, hafði ríflega 19,3 milljónir króna í laun á því ári.

Elín var engu að síður ráðin bankastjóri tímabundið eftir hrun og lét af því starfi í byrjun mars 2009.

Til samanburðar hafði arftaki hennar, Ásmundur Stefánsson, rúmlega 17,5 milljónir í laun 2009. Hann gegndi starfi bankastjóra í tíu mánuði á því ári en Elín í tvo. Upphaflega voru mánaðarlaun hennar 1.950 þúsund krónur en voru lækkuð í 1,5 milljónir í árslok 2008 eftir umræðu um laun bankastjóra nýju bankanna.

Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »