Lóan komin norður

Tvær lóur sáust við Húsavík í dag.
Tvær lóur sáust við Húsavík í dag. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Lóan er komin á Norðurlandið en tvær lóur sáust á Húsavíkurhöfða nú síðdegis. Að sögn Gauks Hjartarsonar fuglaáhugamanns eru þetta þær fyrstu sem hann heyrir af á Norðurlandinu í vor.

Að sögn Gauks er vorboðinn í fyrra fallinu að þessu sinni en í venjulegu árferði eru lóurnar oftast að koma um og upp úr miðjum apríl. Skammt er síðan fyrst sást til lóunnar hér á landi í Hornafirði á dögunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert