Gosstöðvarnar friðlýstar?

Svandís Svavarsdóttir.
Svandís Svavarsdóttir. Kristinn Ingvarsson

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra telur koma til greina að friðlýsa gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi, til að forða ágangi fólks um svæðið. Þetta kom fram í fréttum RÚV.

Sagði Svandís að gæta þyrfti að umgengni á gossvæðinu, náttúran mætti ekki verða fyrir skaða af hálfu mannfólksins. Til skoðunar væri að girða af svæðið til að byrja með, og síðar kæmi friðlýsing kæmi til greina en það ferli tæki lengri tíma. Vakta þyrfti svæðið þannig að umferð verði ekki meiri um svæðið en það þolir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert