Davíð sagði nefndarmenn vanhæfa

mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

 „Sá örskammi tími sem nefndarmenn ætla sér til lokafrágangs ritsmíðar sinnar, að fengnum andmælum tólf einstaklinga, gefur ekki sérstaklega góðar vonir um raunverulegt innihald þess andmælaréttar sem einstaklingar þó ómótmælanlega eiga,“ segir Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður bankastjórnar Seðlabankans og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins, í svarbréfi til rannsóknarnefndar Alþingis.

Átti að afla nákvæmari upplýsinga um innlán bankanna

Í bréfinu til Davíðs er fjallað um lánveitingar Seðlabankans til fjármálafyrirtækja, gegn veði í skuldabréfum fyrirtækjanna. Nefndin segir það til athugunar hvort það hafi verið mistök og vanræksla af hálfu bankastjórnar að hafa ekki gripið til ráðstafana og takmarka það tjón sem varð vegna þessa.

Þá segir að nefndin hafi til athugunar hvort bankastjórn Seðlabankans hafi sýnt af sér vanrækslu í starfi með því að afla ekki fyrr tölulegra upplýsinga um skiptingu innlána erlendra aðila milli útibúa bankanna erlendis og starfsstöðva þeirra á Íslandi.

Skorti yfirsýn á stöðu Glitnis

Einnig hafi nefndin tekið til athugunar hvort og þá hvernig bankastjórn Seðlabankans brást við söfnun bankanna á innlánum frá erlendum einstaklingum, og hvernig þau viðskiptu juku skuldbindingar Tryggingarsjóðs innistæðueigenda.

Rannsóknarnefndin telur ljóst að töluvert hafi skort á yfirsýn yfir stöðu Glitnis. Segir í bréfinu að til athugnar sé hvort það teljist falla undir mistök og vanrækslu að Seðlabankinn hafi ekki aflað sjálfur upplýsinga um stöðu Glitnis, og einnig að hafa ekki lagt mat á trúverðugleika þeirra aðgerða sem Seðlabankinn lagði til í málefnum Glitnis.

Sagði tvo nefndarmanna hafa verið vanhæfa

Í svarbréfi sínu segir Davíð að Sigríður Benediktsdóttir hljóti að vera vanhæf, enda lýsti hún áður en hún hóf nefndarstörf opinberlega þeirri skoðun sinna að orsakir falls bankanna hafi annars vegar verið græðgi og hins vegar sinnuleysi þeirra stofnana sem setja hafi átt reglur og tryggja fjármálalegan stöðugleika.

Einnig hljóti Tryggvi Gunnarsson að vera vanhæfur, þar sem tengdadóttir hans starfar - og starfaði fyrir hrun - sem lögfræðingur í Fjármálaeftirlitinu, þar sem hún hafi verið „lykilstarfsmaður og allt í öllu á mörgum sviðum.“

Samkvæmt svokallaðri lögmætisreglu hvorki á né má Seðlabankinn gera meira en lög bjóða, bendir Davíð á, en eftirlitsskylda með fjármálafyrirtækjum hafi hvílt afdráttarlaust á Fjármálaeftirlitinu, en ekki Seðlabankanum. Þá bendir hann á að samkvæmt lögum hafi Seðlabankinn ekki haft heimildir til að stöðva innlánasöfnun íslensku bankanna í útlöndum.

Þrengri veðlánareglur en evrópski seðlabankinn

Einnig segir Davíð að Seðlabanki Íslands hafi haft frumkvæði að fundi með forsvarmönnum hins breska seðlabanka, þar sem komið var á sérstökum tengiliðum á milli bankanna. Þá hafi breski seðlabankinn sent sérfræðing í bankakreppum til Íslands.

Davíð bendir á að Seðlabankinn beitti veðlánareglum sem voru sambærilegar reglum evrópska seðlabankans, að öðru leyti en því að hinar íslensku reglur voru þrengri. Hins vegar bendir hann á að aðrir seðlabankar voru einmitt að rýmka þessar reglur.

Varðandi yfirsýn yfir stöðu Glitnis, bendir Davíð á að slík upplýsingaöflun sé á valdi Fjármálaeftirlitsins. Loks segir Davíð alls ekki rétt að trúverðugleiki þeirra aðgerða, sem ráðist var í til að bjarga Glitni, hafi ekki verið ræddur. Þeim sem héldu um málið af hálfu ríkisstjórnarinnar hafi einnig verið fulljóst að trúverðugleiki aðgerðarinnar skipti höfuðmáli - enda voru þeir margir hverjir menntaðir hagfræðingar og reyndir í efnahagsmálum.

Davíð Oddsson, seðlabankastjóri á fundi Viðskiptaráðs
Davíð Oddsson, seðlabankastjóri á fundi Viðskiptaráðs mbl.is/Kristinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Logi valdur að endurkomu Jóns Axels

Í gær, 23:58 „Jón Axel á sér magnaða sögu í útvarpi,“ segir Logi Bergmann Eiðsson sem segist ánægður með að vera valdur að endurkomu Jóns Axels í útvarp. Jón er einn þáttastjórnenda morgunþáttarins Ísland vaknar á K100. Meira »

Útköllum fjölgar jafnt og þétt

Í gær, 23:18 Bráðabirgðatölur frá flugdeild Landhelgisgæslu Íslands sýna að á nýliðnu ári voru útköll björgunarþyrla og flugvéla stofnunarinnar alls 257. Árið 2016 voru þau 251 og hefur því útköllunum fjölgað enn eitt árið. Meira »

Þrengslin og Hellisheiði opin fyrir umferð

Í gær, 22:54 Búið er að opna bæði Hellisheiði og Þrengslin aftur fyrir bílaumferð en óvíst er hvort Mosfellsheiði opnist í kvöld. Lyngdalsheiði verður lokuð til morguns. Meira »

Kalt vetrarveður í kortunum

Í gær, 21:21 Vind tekur að lægja í kvöld og nótt um mest allt land, að undanskildum norðanverður Vestfjörðum. Mikið hvassviðri hefur verið á norðvestan- og vestanlands í dag og þá mældist meðalvindur á Mosfellsheiði 20 metrar á sekúndu í dag. Meira »

Spyrji aldraða um áfengisnotkun

Í gær, 20:44 Áfengismisnotkun aldraðra er falinn vaxandi vandi. Læknar þurfa að vera meðvitaðir um þetta og spyrja sjúklinga um notkun áfengis þegar þeir er meðhöndlaðir vegna annarra kvilla. „Það er mikilvægt að fá þessar upplýsingar svo fólk fái réttar greiningar,“ segir læknir á öldrunardeild LSH og SÁÁ. Meira »

Fjölbreytilega Flórída

Í gær, 20:19 Það er ekki lítið verkefni að fara með fimm manna fjölskyldu í 20 daga frí og því þarf skipulagningin að vera góð. Eins og flestir eyddum við hjónin því dágóðri stund í að skoða möguleikana þegar langþráð sumarfrí, þótt í október væri reyndar, var í kortunum. Meira »

Búið að opna Hellisheiði

Í gær, 19:48 Búið er að opna Hellisheið og þá verða Þrengslin væntanlega opnuð í kvöld. Þetta kemur fram á vefsíðu Vegagerðarinnar.  Meira »

Vefsíða um háskólanám eftir iðnnám

Í gær, 20:01 Háskólinn í Reykjavík hefur opnað nýja vefsíðu um háskólanám fyrir iðnmenntaða; www.hr.is/idn. Tilgangurinn með síðunni er að kynna fjölbreytta möguleika þeirra sem lokið hafa iðn- og tækninámi, til háskólanáms við HR. Meira »

Segir snjómokstur ekki nýtast öllum

Í gær, 19:40 Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar fagnar því að Vegagerðin sjái nauðsyn til þess að auka við snjómokstur í Svarfaðardal. Ráðið furðar sig aftur á móti á því í hverju aukningin á snjómokstri er fólgin og telur að hún muni ekki nýtast öllum íbúum í Svarfaðar- og Skíðadal. Meira »

„Leiðinlegt og vandræðalegt“

Í gær, 19:06 Umræða um jarðvegsgerla í neysluvatni í Reykjavík var fyrsta mál á dagskrá borgarstjórnarfundar síðdegis í dag. „Þetta er allt frekar leiðinlegt og vandræðalegt,“ sagði Halldór Halldórsson, borgarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokks. Meira »

Körfuboltapabbi á Króknum

Í gær, 18:58 Tindastóll frá Sauðárkróki vann bikarinn í meistaraflokki karla í körfubolta á laugardaginn var. Þetta var í fyrsta sinn sem Tindastóll vann svo stóran titil í meistaraflokknum. Meira »

Gengur ágætlega að koma fólki af heiðinni

Í gær, 18:28 Ágætlega hefur gengið að koma ökumönnum og farþegum þeirra bíla, sem voru í vanda á Mosfellsheiði í dag, til hjálpar og er röð bíla á leiðinni niður af heiðinni í fylgd með bílum björgunarsveita. Meira »

Flugfélagið án tekna í einn mánuð á ári

Í gær, 18:14 Í fyrra var 7,2% af öllum flugum Air Iceland connect aflýst og árið 2016 var 9,2% af öllum flugum aflýst. Hlutfallslega þýðir það að félagið þarf að loka í um 30 daga á ári þar sem engar tekjur koma en á sama tíma þarf að greiða laun og jafnvel bætur. Meira »

Tvær rútur fastar þvert á veginn

Í gær, 16:40 Björgunarsveitir vinna nú að því að ferja fólk niður af Mosfellsheiði, en þar eru margir bílar fastir og tvær rútur eru fastar þvert á veginn. Enginn er slasaður, en ferja verður farþegana til byggða. Meira »

Töldu jafnréttisumræðu óþarfa árið '99

Í gær, 16:30 Kynbundin áreitni og ofbeldi leiðir til lægri framleiðni á vinnustðum, aukinnar starfsmannaveltu, óþarfa kostnaðar, slæms starfsanda og þar af leiðandi til lægri vergrar þjóðarframleiðslu og aukinna útgjalda vegna velferðarmála, heilsugæslu og lyfjakostnaðar. Þetta kom fram í málstofu um #metoo-byltinguna sem á Læknadögum í Hörpu í morgun. Meira »

Konur stýra atvinnuveganefnd í fyrsta sinn

Í gær, 16:41 Fyrsti fundur atvinnuveganefndar Alþingis eftir jólaleyfi fer fram á morgun, miðvikudag. Þrjár konur stýra störfum nefndarinnar og er það í fyrsta skipti frá stofnun nefndarinnar árið 2011 sem svo er. Þá hafa konur heldur ekki veitt fyrirrennurum nefndarinnar forystu. Meira »

Vill opna á stórframkvæmdir

Í gær, 16:39 Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, flutti í dag tillögu á fundi borgarstjórnar um endurskoðun á samgöngusamningi ríkisins og Reykjavíkurborgar sem felur í sér að ekki verði farið í stórframkvæmdir í samgöngumálum borgarinnar til ársins 2022. Meira »

Tvö snjóflóð loka Flateyrarvegi

Í gær, 16:07 Flateyrarvegur er lokaður eftir að tvö snjóflóð féllu á veginn laust eftir klukkan tvö í dag, beint fyrir utan Breiðadal. Vegurinn er lokaður, rétt eins og vegurinn um Súðavíkurhlíð. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Sumarhús – Gestahús – Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Tek að mér byggingastjórn og uppáskrift húsasmíðameistara. Nýbyggingar, viðhald...
 
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Aðalfundur isnic 2018
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ISNIC 2018 Aðalfundur Inter...