„Valdarán Davíðs Oddssonar"

Össur Skarphéðinsson.
Össur Skarphéðinsson. mbl.is/RAX

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, lýsti því þegar hann gaf rannsóknarnefnd Alþingis skýrslu, að hann hefði talið hugmyndir um þjóðstjórn vera valdarán Davíðs Oddssonar, þáverandi Seðlabankastjóra.

Davíð Oddsson kom á ríkisstjórnarfund 30. september 2008 og lét þar meðal annars þau ummæli falla, að ef einhverju sinni hefði skapast þörf fyrir sérstaka þjóðstjórn þá væri það nú. 

„Síðan, kannski aðeins, bara kannski smáatriði varðandi þessa nótt, var kallað á stjórnarandstöðuna. Og Guðni Ágústsson kom, og Kristinn H. Gunnarsson og mig minnir Katrín Jakobsdóttir. Og mér þótti það merkilegt að mér fannst Guðni Ágústsson vita töluvert um þetta," er haft eftir Össuri í skýrslu  rannsóknarnefndar.

„Og þegar við sátum saman, ég og Davíð og þau þrjú og Geir inni hjá þeim, í  einhverju herbergi á 5. hæðinni, að þá fer Guðni að tala: Já, svo eru þessi lög sem þarf að setja, sem ég skildi ekkert hvað hann átti við. Það var ekkert búið að tala um nein neyðarlög eða svona. Ég skildi þetta ekki fyrr en seinna, tveimur dögum seinna, þegar Davíð tróð sér inn á ríkisstjórnarfundinn og fer að tala um neyðarlögin. Þá fatta ég það, eða ég dró þá ályktun að þetta væri það sem Guðni hefði verið að vísa til og að þeir hefðu talað saman. Og styð það kannski aðeins frekar þeim rökum að Guðni var í útvarpsfréttum annað hvort mánudag eða þriðjudag og talar þá um þjóðstjórn [...]. Guðni er rosalega fínn maður og vinur minn og pottþéttur að ýmsu leyti, en hann hugsar ekki um þjóðstjórn nema einhver hvísli því í eyra hans. Þannig að ég held að Davíð hafi talað við Guðna. Ég held að Davíð hafi líka talað við VG um þetta og ég held að það hafi verið mögulegt að Davíð hafi verið búinn að tala við, ýja að þessu við Geir og þegar Guðni, annað hvort er það í þinginu eða opinberlega, alla vega talar hann um þjóðstjórn, ég held örugglega að hann hafi nefnt það að það þyrfti að vera einhver „respectable“ sem hefði þekkingu bæði á stjórnmálum og bönkum. Þá leit ég svona, þegar gæinn kom síðan á ríkisstjórnarfundinn, með réttu eða röngu, en svona ályktanir draga stjórnmálamenn stundum, ég er enn á lífi í pólitík af því að ég er svolítið „paranoid“ í nasavængjunum, ég taldi sem sagt að þetta væri valdarán Davíðs Oddssonar [...].“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert