Þrír milljarðar í risnu

Meðal viðburða sem Glitnir studdi var Reykjavíkurmaraþonið.
Meðal viðburða sem Glitnir studdi var Reykjavíkurmaraþonið. mbl.is/Brynjar Gauti

Risnukostnaður Landsbankans á árunum 2004-2008 nam samtals 2054 milljónum. Samtals nam risnukostnaður bankanna þriggja á þessum árum um 3 milljörðum. Tekið er fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að ekki sé víst að um heildarkostnað að ræða því gögn frá Glitni séu verulega ófullkomin.

Kostnaður við boðsferðir hjá Landsbankanum á þessum fimm árum nam 576 milljónum, veiði kostaði 532 milljónum og íþróttaviðburðir kostuðu 352 milljónir.

Risnukostnaður Kaupþings á þessu fimm ára tímabili nam 607 milljónum. Boðsferðir kostuðu 77 milljónir, gestamóttaka kostaði 217 milljónir, veiði kostaði 190 milljónir og íþróttaviðburðir kostuðu 49 milljónir.

Risnukostnaður Glitnis á árunum 2007-2008 nam 430 milljónum.  Ekki eru birtar upplýsingar um risnu á árunum þar á undan. Boðsferðir kostuðu bankann 72 milljónir, veiði kostaði 161 milljón og viðburðir kostuðu 150 milljónir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert