„Aldrei séð jafn stóran mökk“

Mökkurinn hefur náð mikilli hæð.
Mökkurinn hefur náð mikilli hæð. Jóna Erlendsson

„Ég hef aldrei séð jafn stóran mökk. Hann er margfalt stærri en mökkurinn sem kom í gosinu á Fimmvörðuhálsi.“ Þetta segir Jónas Erlendsson bóndi í Fagradal sem fór upp á Reynisfjall í morgun en þar er gott útsýni til gosstöðvanna.

Jónas segir að mökkurinn sé hvítur og greinilega sé hann að mestu leyti gufa. Mökkinn leggur í austnorðaustur.

Rétt fyrir kl. 7 í morgun fór vatn við Gígjökul að vaxa mjög hratt og hefur það runnið í Markarfljót. Það bendir til að eldgos sé undir toppgíg Eyjafjallajökuls. Ekkert vatn hefur runnið suður af jöklinum.

Lágskýjað er við Eyjafjallajökul og lítið skyggni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert