Gosið er nálægt hábungunni

Vatnsborð er farið hækka við Markarfljótsbrú.
Vatnsborð er farið hækka við Markarfljótsbrú. mbl.is Ómar Óskarsson

Gosið virðist koma upp rétt við hábungu Eyjafjallajökuls. Þetta segja vísindamenn sem eru að skoða gosið úr flugvél Landhelgisgæslunnar. Gosmökkurinn hefur náð 12-14 þúsund feta hæð.

Jökulflóð er beggja vegna Gígjökuls og er vatnið í lóninu dökkt. Vatnið rennur í Markarfljót og hefur vatnsborð þess hækkað um meira en einn metra.

Blaðamaður Morgunblaðsins sem staddur er við gömlu Markarfljótsbrúnna segir að vatnsborð árinnar hafi hækkað nokkuð hratt í morgun ef hafi síðan lítið breyst síðasta hálftímann. Hann segir að ánin sé ekki farið að flæða úr farvegi sínum. A.m.k. tveir metrar séu frá vatnsborði í brúargólfi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert