ESB-aðild þýðir endalok svína- og kjúklingaræktar

Eldarnir á Mýrum eru mestu sinueldar sem kveiknað hafa á ...
Eldarnir á Mýrum eru mestu sinueldar sem kveiknað hafa á Íslandi. Rax / Ragnar Axelsson

Gangi Ísland í Evrópusambandið mun svínarækt og kjúklingarækt leggjast af á Íslandi. Þetta kom fram í máli Jóns Baldurs Lorange, hjá Bændasamtökum Íslands, á fundi um ESB og landbúnaðinn í gærkvöldi. Búnaðarfélag Mýramanna stóð fyrir fundinum.

Bændasamtökin hafa viðað að sér ítarlegum upplýsingum um landbúnað í Evrópusambandinu og hugsanleg áhrif inngöngu Ísland í bandalagið. Jón Baldur sagði að á Ítalíu fengju stærstu búin um 2,5 milljarða í styrki frá Evrópusambandinu á meðan meðalbúið væri að fá um 540 þúsund. Stærstu búin væru fyrirtækjasamsteypur sem væru með umfangsmikinn rekstur.

Jón Baldur sagði að gengi Ísland í ESB myndi kjúklingarækt og svínarækt leggjast af hér á landi. Aðrar kjötgreinar yrðu fyrir verðskerðingu, en þó minnst í nautakjöti og lambakjöti.

Jón Baldur sagði að ávinningur neytenda af aðild að ESB væri mun minni en gefið hefði verið í skyn. Verðlag hjá þeim þjóðum sem gengið hefðu í ESB hefði lækkað um 2% að meðaltali, en ekki 30% eins og sumir hefðu talað um. Hann kynnti einnig tölur sem sýndu að verð til bænda í ESB lækkaði stöðugt á meðan smásöluverðið hækkaði. Milliliðir væru að taka sífellt meira til sín.

 ATHUGASEMD frá Jóni sett inn klukkan 9:24 16. apríl

„Ég vil koma á framfæri eftirfarandi þar sem frétt mbl.is hefur eitthvað skolast til:

Í fyrirlestri mínum fór ég m.a. hvað ESB aðild þýðir fyrir íslenskan landbúnað byggt á rannsóknum Bændasamtakanna á hinni sameiginlegu landbúnaðarstefnu ESB (CAP). Líkleg afleiðing aðildar yrði að kjúklinga- og svínarækt legðist af. Þá kom fram hjá mér að samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, sem unnin var fyrir Alþingi, að það yrði um 40% samdráttur í sölu lambakjöts innanlands. Aðrir kjötgreinar minntist ég ekki á. Í öðru lagi fjallaði ég um línurit sem kom fram í skýrslu framkvæmdarstjórnar ESB um slæma stöðu mjólkuriðnaðarins frá síðasta ári. Þar kom fram að á meðan verð á mjólkurdufti til bænda hefði lækkað um 49% frá lok árs 2007 til miðs árs 2009, og á smjöri um 39%, þá hefði verð til neytenda (smásöluverð) aðeins lækkað um 2% á sama tíma. Þarna var ég ekki að fjalla um lækkun verðlags þjóða sem gengið hefðu í ESB sérstaklega eins og skilja mátti af frétt mbl.is.
Bið ykkur vinsamlegast að koma þessari leiðréttingu á framfæri.Virðingarfyllst,
Jón Baldur Lorange, stjórnmálafræðingur og sviðsstjóri hjá Bændasamtökum Íslands" 

Kolfinna Jóhannesdóttir, sem sæti á í samninganefnd Íslands vegna aðildarviðræðna við ESB, var einnig frummælandi á fundinum. Hún sagði að ávinningur af aðild og upptöku evru  fælist m.a. í stöðugra gengi og lægri vöxtum. Staðan í efnahagsmálum Íslendinga væri hins vegar þannig um þessar mundir að nokkur ár myndu líða þangað til við ættum möguleika á að taka upp evru.

Sigurjón Helgason, formaður Búnaðarfélags Mýramanna, sagði að fundurinn hefði verið velheppnaður og málefnalegur. Bændur hefðu áhuga á að kynna sér áhrif aðildar að ESB, en lítill stuðningur væri við aðild meðal bænda.

Mýraeldahátíð á laugardag

Fundurinn í gær var hluti af svokallaðri Mýraeldahátíð, en fjögur ár eru liðin frá sinueldunum miklu á Mýrum, sem eru mestu sinueldar sem brunnið hafa á Íslandi.

Á laugardag hefst vorhátíð við Lyngbrekku kl. 13. Fyrirtæki og stofnanir verða með sölu og kynningarbása. Einnig verður handverksfólk  á staðnum að selja sína framleiðslu. Boðið verður upp á kjötsúpu í boði sauðfjárbænda og Mýrarnaut á Leirulæk og Sláturhúsið á Hellu verða með naut á grillinu. Eitthvað verður af nýjum vélum frá vélafyrirtækjum landsins ásamt sýningu á fornvélum. Þá verður keppni í liðléttingafimi, liðléttingar eru tæki sem eru mikið notuð í landbúnaði í dag. Sett verður upp braut þar sem menn geta spreytt sig í hinum ýmsu þrautum. Um kl. 17.00 verður svo gert hlé á hátíðinni.

Kvöldvaka Vorhátíðarinnar hefst síðan kl. 20.30 og þar munu stjórna þeir Guðmundur Steingrímsson og Ingi Tryggvason. Fram koma: Samkór Mýramanna, Steinka Páls og ungir og efnilegir tónlistarmenn frá Laugagerðisskóla, Óskar Þór Óskarsson verður með myndasýningu, Karlakór Kjalnesinga, Sigurður Óli og félagar, Piparsveinabandið flytja tónlist. Vorhátíðin líkur svo á því að hljómsveitin Festival spilar til kl. 03.00.

mbl.is

Innlent »

194 bílar Volvo innkallaðir

17:02 Brimborg kallar inn 194 díselbíla frá Volvo eftir að upp hefur komist galli í eldsneytisröri sem gerir það að verkum að myndast sprungur og getur farið að leka. Þetta staðfestir Brimborg, umboðsaðili Volvo á Íslandi, í svari við fyrirspurn mbl.is. Meira »

Stal úr söluvagni flugfreyju

16:57 Erlendur karlmaður var gripinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær með snjallúr og rakspíra, sem hann var grunaður um að hafa tekið ófrjálsri hendi í fríhöfninni. Fyrst í stað þrætti maðurinn fyrir að hafa stolið mununum, en sá svo að sér og játaði stuldinn. Meira »

Undir áhrifum á flótta frá lögreglu

16:55 Karlmaður á fertugsaldri sem var handtekinn á stolnum bíl á Viðarhöfða síðastliðinn fimmtudag að lokinni eftirför lögreglu er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda. Meira »

Lýst eftir Land Rover Discovery

16:44 Lögreglan á höfuborgarsvæðinu lýsir eftir svörtum Land Rover Discovery árgerð 2014 með skráningarnúmerið TL-L94 en honum var stolið í nótt frá Bjarnarstíg í Reykjavík. Meira »

Rútur lentu utan vegar við Vík

16:40 Tvær rútur höfnuðu utan vegar vegna mikillar hálku á einum sólahring í nágrenni við Vík í Mýrdal. Lítil hætta skapaðist en aðstoð björgunarsveita þurfti til að koma þeim aftur upp á veginn. Meira »

Innkalla sítrónufrómas úr Krónunni

16:01 Krónan, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur innkallað Blomsterbergs citronfromage vegna ómerktra ofnæmis- og óþolsvalda, en í vörunum er að finna möndlur og hnetur. Meira »

Lækka kostnað með aukinni skilvirkni

15:53 Tillögur átakshóps um aukið framboð af íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði miða meðal annars af því að auka samráð milli hagsmunaaðila, sveitarfélaga og ráðuneyta, segir Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, formaður hópsins, í samtali við mbl.is. Meira »

Mikilvægt að sýna starfsmönnum nærgætni

15:39 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði að mál er varðar listaverk í eigu Seðlabankans væri tvíþætt og jafnvel þríþætt. Hún svaraði fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar sem spurði Katrínu um ákvörðun bankans um að færa til ákveðin listaverk. Meira »

Sveitarstjórn samþykkti Teigsskógarleið

15:33 Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á aukafundi sínum í dag að halda áfram með aðalskipulagsbreytingar þar sem gert er ráð fyrir Teigsskógarleið, leið Þ-H, með þremur atkvæðum gegn tveimur. Meira »

Bréfaskiptin verði gerð opinber

15:26 Forsætisnefnd Alþingis hefur óskað eftir því við þingmenn Miðflokksins úr Klaustursmálinu að fá að gera bréfaskipti þeirra á milli opinber. Svör hafa ekki borist frá þingmönnunum. Meira »

Borgarbúar moki frá sorpgeymslum

14:55 Starfsfólk Sorphirðunnar biður Reykvíkinga um að moka frá sorpgeymslum, salta og sanda til að greiða fyrir losun.   Meira »

Skutu föstum skotum á forseta þingsins

14:50 Tveir viðbótarvaraforsetar voru kosnir inn í forsætisnefnd Alþingis í dag en verkefni þeirra verður að fjalla um Klaustursmálið og koma málinu í viðeigandi farveg. Þingmenn Miðflokksins gagnrýndu þingforseta harðlega. Meira »

Vilja ódýrar íbúðir til leigu og eignar

14:28 Tillögur átakshóps um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði eru alls 40 talsins, í sjö flokkum, en þær voru kynntar á blaðamannafundi sem hófst í Hannesarholti kl. 14 í dag. Meira »

Segja Steingrím halda þeim í myrkrinu

13:43 Fjórir þingmenn Miðflokksins sem komu við sögu í Klaustursmálinu hafa sent bréf til Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, þar sem þeir gera athugasemdir við málsmeðferð hans. Meira »

Slapp með skrámur eftir veltu

13:37 Bílvelta varð á Grindavíkurvegi í gær þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Selhálsi norðanverðum. Hún fór út af veginum og valt í vegkantinum. Ökumaðurinn slapp með skrámur en bifreiðin var óökufær að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum. Meira »

Fjaðrárgljúfur opnað á nýjan leik

13:32 Umhverfisstofnun mun frá og með morgundeginum opna gönguleiðir á náttúruverndarsvæðinu Fjaðrárgljúfri. Svæðinu var lokað tímabundið vegna vætutíðar og ágangs. Meira »

Reyndi að losa sig við búslóð á víðavangi

13:30 Lögreglan á Suðurnesjum fékk ábendingu frá athugulum vegfaranda á dögunum sem hafði komið auga á bifreið með kerru hlaðna búslóð sem ekið var eftir vegaslóða í átt að Vogum. Meira »

58 gistu 624 nætur í neyðarskýlum

13:18 Alls dvöldu 58 einstaklingar með lögheimili utan Reykjavíkur 624 gistinætur í neyðarskýlum Reykjavíkurborgar á síðasta ári.  Meira »

„Góðar umræður“ um hvalaskýrslu

13:18 Oddgeir Ágúst Ottesen og Sigurður Jóhannesson frá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands voru gestir á fundi atvinnuveganefndar Alþingis í morgun þar sem rætt var um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Meira »
Fjarnámskeið í ljósmyndun - fyrir alla
Lærðu á myndavélina þina, lærðu að taka enn beti myndir. Nú getur þú lært ljósmy...
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 204.000 km...
Matador Continental vetrardekk
Rýmingarsala Matador Continental vetrardekk til sölu 195/70 R 14 225/70 R 16 225...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...