ESB-aðild þýðir endalok svína- og kjúklingaræktar

Eldarnir á Mýrum eru mestu sinueldar sem kveiknað hafa á ...
Eldarnir á Mýrum eru mestu sinueldar sem kveiknað hafa á Íslandi. Rax / Ragnar Axelsson

Gangi Ísland í Evrópusambandið mun svínarækt og kjúklingarækt leggjast af á Íslandi. Þetta kom fram í máli Jóns Baldurs Lorange, hjá Bændasamtökum Íslands, á fundi um ESB og landbúnaðinn í gærkvöldi. Búnaðarfélag Mýramanna stóð fyrir fundinum.

Bændasamtökin hafa viðað að sér ítarlegum upplýsingum um landbúnað í Evrópusambandinu og hugsanleg áhrif inngöngu Ísland í bandalagið. Jón Baldur sagði að á Ítalíu fengju stærstu búin um 2,5 milljarða í styrki frá Evrópusambandinu á meðan meðalbúið væri að fá um 540 þúsund. Stærstu búin væru fyrirtækjasamsteypur sem væru með umfangsmikinn rekstur.

Jón Baldur sagði að gengi Ísland í ESB myndi kjúklingarækt og svínarækt leggjast af hér á landi. Aðrar kjötgreinar yrðu fyrir verðskerðingu, en þó minnst í nautakjöti og lambakjöti.

Jón Baldur sagði að ávinningur neytenda af aðild að ESB væri mun minni en gefið hefði verið í skyn. Verðlag hjá þeim þjóðum sem gengið hefðu í ESB hefði lækkað um 2% að meðaltali, en ekki 30% eins og sumir hefðu talað um. Hann kynnti einnig tölur sem sýndu að verð til bænda í ESB lækkaði stöðugt á meðan smásöluverðið hækkaði. Milliliðir væru að taka sífellt meira til sín.

 ATHUGASEMD frá Jóni sett inn klukkan 9:24 16. apríl

„Ég vil koma á framfæri eftirfarandi þar sem frétt mbl.is hefur eitthvað skolast til:

Í fyrirlestri mínum fór ég m.a. hvað ESB aðild þýðir fyrir íslenskan landbúnað byggt á rannsóknum Bændasamtakanna á hinni sameiginlegu landbúnaðarstefnu ESB (CAP). Líkleg afleiðing aðildar yrði að kjúklinga- og svínarækt legðist af. Þá kom fram hjá mér að samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, sem unnin var fyrir Alþingi, að það yrði um 40% samdráttur í sölu lambakjöts innanlands. Aðrir kjötgreinar minntist ég ekki á. Í öðru lagi fjallaði ég um línurit sem kom fram í skýrslu framkvæmdarstjórnar ESB um slæma stöðu mjólkuriðnaðarins frá síðasta ári. Þar kom fram að á meðan verð á mjólkurdufti til bænda hefði lækkað um 49% frá lok árs 2007 til miðs árs 2009, og á smjöri um 39%, þá hefði verð til neytenda (smásöluverð) aðeins lækkað um 2% á sama tíma. Þarna var ég ekki að fjalla um lækkun verðlags þjóða sem gengið hefðu í ESB sérstaklega eins og skilja mátti af frétt mbl.is.
Bið ykkur vinsamlegast að koma þessari leiðréttingu á framfæri.Virðingarfyllst,
Jón Baldur Lorange, stjórnmálafræðingur og sviðsstjóri hjá Bændasamtökum Íslands" 

Kolfinna Jóhannesdóttir, sem sæti á í samninganefnd Íslands vegna aðildarviðræðna við ESB, var einnig frummælandi á fundinum. Hún sagði að ávinningur af aðild og upptöku evru  fælist m.a. í stöðugra gengi og lægri vöxtum. Staðan í efnahagsmálum Íslendinga væri hins vegar þannig um þessar mundir að nokkur ár myndu líða þangað til við ættum möguleika á að taka upp evru.

Sigurjón Helgason, formaður Búnaðarfélags Mýramanna, sagði að fundurinn hefði verið velheppnaður og málefnalegur. Bændur hefðu áhuga á að kynna sér áhrif aðildar að ESB, en lítill stuðningur væri við aðild meðal bænda.

Mýraeldahátíð á laugardag

Fundurinn í gær var hluti af svokallaðri Mýraeldahátíð, en fjögur ár eru liðin frá sinueldunum miklu á Mýrum, sem eru mestu sinueldar sem brunnið hafa á Íslandi.

Á laugardag hefst vorhátíð við Lyngbrekku kl. 13. Fyrirtæki og stofnanir verða með sölu og kynningarbása. Einnig verður handverksfólk  á staðnum að selja sína framleiðslu. Boðið verður upp á kjötsúpu í boði sauðfjárbænda og Mýrarnaut á Leirulæk og Sláturhúsið á Hellu verða með naut á grillinu. Eitthvað verður af nýjum vélum frá vélafyrirtækjum landsins ásamt sýningu á fornvélum. Þá verður keppni í liðléttingafimi, liðléttingar eru tæki sem eru mikið notuð í landbúnaði í dag. Sett verður upp braut þar sem menn geta spreytt sig í hinum ýmsu þrautum. Um kl. 17.00 verður svo gert hlé á hátíðinni.

Kvöldvaka Vorhátíðarinnar hefst síðan kl. 20.30 og þar munu stjórna þeir Guðmundur Steingrímsson og Ingi Tryggvason. Fram koma: Samkór Mýramanna, Steinka Páls og ungir og efnilegir tónlistarmenn frá Laugagerðisskóla, Óskar Þór Óskarsson verður með myndasýningu, Karlakór Kjalnesinga, Sigurður Óli og félagar, Piparsveinabandið flytja tónlist. Vorhátíðin líkur svo á því að hljómsveitin Festival spilar til kl. 03.00.

mbl.is

Innlent »

Lilja Rannveig gefur kost á sér hjá SUF

07:03 Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir hefur tilkynnt um að hún gefi kost á sér til embættis formanns Sambands ungra framsóknarmanna á komandi sambandsþingi sem fram fer daganna 31. ágúst til 1. september. Meira »

Landið er á milli tveggja lægða

06:50 Landið er milli tveggja lægða, annarrar hægfara norðaustur af Langanesi, en hinnar suðvestur í hafi á fleygiferð til austurs og veldur því að fer að rigna syðra í dag, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands í morgun. Meira »

Samkeppnin er að harðna

05:30 Útlit er fyrir að um 335 þúsundum færri farþegar muni fara um Keflavíkurflugvöll í ár en Isavia áætlaði í nóvember síðastliðnum. Það samsvarar rúmlega 900 farþegum á dag. Meira »

Enginn fyllir skarð lundans Tóta

05:30 Merlin Entertainment mun á næsta ári taka við rekstri Sæheima, fiska- og náttúrugripasafns Vestmannaeyja.   Meira »

Áhugi á heimilislækningum

05:30 Ásókn í sérnám í heimilislækningum hefur aukist í kjölfar aðgerða sem farið var í árið 2011. Nú eru 47 læknar í náminu sem fram fer í Reykjavík og á Akureyri. Meira »

Kortleggja Íslendingahópa á Facebook

05:30 Íslendingar sem búsettir eru utan landsins hafa stofnað með sér hundruð Facebook-hópa til þess að halda tengslum við samlanda sína og hjálpa þeim að setjast að á nýjum stað. Meira »

Gandálfsmörk og Móðsognismörk

05:30 Götunafnanefnd á vegum borgarráðs hefur komið með tillögur að götuheitum í þremur mismunandi hverfum í Reykjavík, þar á meðal á Hólmsheiði og við Landspítala. Meira »

Brýndi mikilvægið fyrir ráðamönnum

05:30 Utanríkisráðherra Noregs, Ine Marie Eriksen Søreide, segist hafa gert Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, og íslenskum þingmönnum grein fyrir mikilvægi þess að þriðji orkupakki ESB verði innleiddur sem hluti af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Meira »

Ullað í borgarráði Reykjavíkur

Í gær, 22:36 Fulltrúar minnihlutans í borgarráði Reykjavíkur bókuðu í dag „alvarlegar athugasemdir“ við það að Líf Magneudóttir, fulltrúi Vinstri græna, hefði ullað framan í annan borgarráðsfulltrúa í upphafi fundar. Meira »

95 ára skellti sér í fallhlífarstökk

Í gær, 22:07 Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, varð í dag ef til vill elsti Íslendingurinn til að fara í fallhlífarstökk. „Ljómandi huggulegt,“ segir Páll um upplifunina. Meira »

Staðsetning Íslands mikilvæg á ný

Í gær, 21:55 Ísland hefur orðið mikilvægari samstarfsaðili á sviði öryggis- og varnarmála vegna breyttrar stöðu í heimsmálunum og tengist það landfræðilegri legu landsins í Norður-Atlantshafi, segir Ine Marie Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs, í samtali við blaðamann. Meira »

Andarnefjan komin á flot

Í gær, 21:25 „Hún er komin af stað og byrjuð að synda. Það er bátur að fylgja henni og við ætlum að reyna að hafa hann að fylgja henni þar til við missum sjónar af henni,“ segir Sverrir Tryggvason skipstjóri. Önnur andarnefjanna sem festust í sjálfheldu á Engey er komin til sjávar. Hin drapst fyrr í kvöld. Meira »

Datt illa nærri Glym

Í gær, 20:57 Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti ungan karlmann á Landspítala í kvöld, en sá hafði hrasað og dottið illa á gönguleiðinni að fossinum Glym í botni Hvalfjarðar. Meira »

Fiskidagurinn litli í boði mikla

Í gær, 20:50 „Það var mikil veðurblíða og fólkið á heimilinu horfði á Fiskidagstónleikana. Svo var súpa og fiskborgarar og KK spilaði, hann ætlaði ekki að geta hætt að því þau vildu alltaf meira,“ segir Júlíus Júlíusson, framkvæmdarstjóri Fiskidagsins mikla. Fiskidagurinn litli var haldinn í Mörkinni í dag. Meira »

Vill hjálpa öðrum með sama sjúkdóm

Í gær, 20:40 Um 15.000 manns reima á sig hlaupaskóna nú á laugardag í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Á meðan margir láta sér nægja að hlaupa fyrir sjálfa sig þá vilja aðrir láta gott af sér leiða. Meðal þeirra er hinn 13 ára Sebastian Örn Adamsson sem hleypur til styrktar Andartaki. Meira »

Vaðlaugin vekur lukku

Í gær, 20:15 Nýlega var tekin í notkun vaðlaug með volgu vatni í Hljómskálagarðinum. Laugin fékk kosningu í íbúakosningu í verkefninu: Hverfið mitt, hjá Reykjavíkurborg. Laugin höfðar greinilega til yngstu kynslóðarinnar sem var þar við leik í dag. Meira »

Tæknifræðinám í Hafnarfirði

Í gær, 20:14 Hafnarfjarðarbær og Háskóli Íslands hafa komist að samkomulagi um að skólinn komi upp aðstöðu fyrir tæknifræðinám í Menntasetrinu við Lækinn nú í haust. Bæjarráð Hafnarfjarðarbæjar samþykkti samninginn á fundi sínum í morgun. Meira »

Tvíburar á alþjóðlegri hátíð

Í gær, 19:45 „Við erum saman öllum stundum og oft veit ég hvað systir mín er að hugsa. Og eins og þú heyrir á tali okkar þá botna ég oft setningarnar sem systir mín kemur með og hún það sem ég segi. Oft er talað við okkur tvær sem eina manneskju sem getur verið pirrandi. Við hins vegar þekkjum ekkert annað líf en þetta og tökum þessu bara létt,“ segir Elín Hrönn Jónsdóttir í Hveragerði. Meira »

Brýtur í bága við dýravelferð

Í gær, 19:30 „Það sem við skiljum ekki og höfum ekki fengið haldbær rök fyrir, er hvers vegna lengri einangrun en 10 dagar er nauðsynleg þegar strangasta löggjöfin utan Íslands er 10 dagar,“ segir Herdís Hallmarsdóttir, formaður HRFÍ. Sjálf þekki hún dæmi þess að hundar hafi farið illa út úr einangrunarvistinni. Meira »
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
Ukulele
...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...