ESB-aðild þýðir endalok svína- og kjúklingaræktar

Eldarnir á Mýrum eru mestu sinueldar sem kveiknað hafa á ...
Eldarnir á Mýrum eru mestu sinueldar sem kveiknað hafa á Íslandi. Rax / Ragnar Axelsson

Gangi Ísland í Evrópusambandið mun svínarækt og kjúklingarækt leggjast af á Íslandi. Þetta kom fram í máli Jóns Baldurs Lorange, hjá Bændasamtökum Íslands, á fundi um ESB og landbúnaðinn í gærkvöldi. Búnaðarfélag Mýramanna stóð fyrir fundinum.

Bændasamtökin hafa viðað að sér ítarlegum upplýsingum um landbúnað í Evrópusambandinu og hugsanleg áhrif inngöngu Ísland í bandalagið. Jón Baldur sagði að á Ítalíu fengju stærstu búin um 2,5 milljarða í styrki frá Evrópusambandinu á meðan meðalbúið væri að fá um 540 þúsund. Stærstu búin væru fyrirtækjasamsteypur sem væru með umfangsmikinn rekstur.

Jón Baldur sagði að gengi Ísland í ESB myndi kjúklingarækt og svínarækt leggjast af hér á landi. Aðrar kjötgreinar yrðu fyrir verðskerðingu, en þó minnst í nautakjöti og lambakjöti.

Jón Baldur sagði að ávinningur neytenda af aðild að ESB væri mun minni en gefið hefði verið í skyn. Verðlag hjá þeim þjóðum sem gengið hefðu í ESB hefði lækkað um 2% að meðaltali, en ekki 30% eins og sumir hefðu talað um. Hann kynnti einnig tölur sem sýndu að verð til bænda í ESB lækkaði stöðugt á meðan smásöluverðið hækkaði. Milliliðir væru að taka sífellt meira til sín.

 ATHUGASEMD frá Jóni sett inn klukkan 9:24 16. apríl

„Ég vil koma á framfæri eftirfarandi þar sem frétt mbl.is hefur eitthvað skolast til:

Í fyrirlestri mínum fór ég m.a. hvað ESB aðild þýðir fyrir íslenskan landbúnað byggt á rannsóknum Bændasamtakanna á hinni sameiginlegu landbúnaðarstefnu ESB (CAP). Líkleg afleiðing aðildar yrði að kjúklinga- og svínarækt legðist af. Þá kom fram hjá mér að samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, sem unnin var fyrir Alþingi, að það yrði um 40% samdráttur í sölu lambakjöts innanlands. Aðrir kjötgreinar minntist ég ekki á. Í öðru lagi fjallaði ég um línurit sem kom fram í skýrslu framkvæmdarstjórnar ESB um slæma stöðu mjólkuriðnaðarins frá síðasta ári. Þar kom fram að á meðan verð á mjólkurdufti til bænda hefði lækkað um 49% frá lok árs 2007 til miðs árs 2009, og á smjöri um 39%, þá hefði verð til neytenda (smásöluverð) aðeins lækkað um 2% á sama tíma. Þarna var ég ekki að fjalla um lækkun verðlags þjóða sem gengið hefðu í ESB sérstaklega eins og skilja mátti af frétt mbl.is.
Bið ykkur vinsamlegast að koma þessari leiðréttingu á framfæri.Virðingarfyllst,
Jón Baldur Lorange, stjórnmálafræðingur og sviðsstjóri hjá Bændasamtökum Íslands" 

Kolfinna Jóhannesdóttir, sem sæti á í samninganefnd Íslands vegna aðildarviðræðna við ESB, var einnig frummælandi á fundinum. Hún sagði að ávinningur af aðild og upptöku evru  fælist m.a. í stöðugra gengi og lægri vöxtum. Staðan í efnahagsmálum Íslendinga væri hins vegar þannig um þessar mundir að nokkur ár myndu líða þangað til við ættum möguleika á að taka upp evru.

Sigurjón Helgason, formaður Búnaðarfélags Mýramanna, sagði að fundurinn hefði verið velheppnaður og málefnalegur. Bændur hefðu áhuga á að kynna sér áhrif aðildar að ESB, en lítill stuðningur væri við aðild meðal bænda.

Mýraeldahátíð á laugardag

Fundurinn í gær var hluti af svokallaðri Mýraeldahátíð, en fjögur ár eru liðin frá sinueldunum miklu á Mýrum, sem eru mestu sinueldar sem brunnið hafa á Íslandi.

Á laugardag hefst vorhátíð við Lyngbrekku kl. 13. Fyrirtæki og stofnanir verða með sölu og kynningarbása. Einnig verður handverksfólk  á staðnum að selja sína framleiðslu. Boðið verður upp á kjötsúpu í boði sauðfjárbænda og Mýrarnaut á Leirulæk og Sláturhúsið á Hellu verða með naut á grillinu. Eitthvað verður af nýjum vélum frá vélafyrirtækjum landsins ásamt sýningu á fornvélum. Þá verður keppni í liðléttingafimi, liðléttingar eru tæki sem eru mikið notuð í landbúnaði í dag. Sett verður upp braut þar sem menn geta spreytt sig í hinum ýmsu þrautum. Um kl. 17.00 verður svo gert hlé á hátíðinni.

Kvöldvaka Vorhátíðarinnar hefst síðan kl. 20.30 og þar munu stjórna þeir Guðmundur Steingrímsson og Ingi Tryggvason. Fram koma: Samkór Mýramanna, Steinka Páls og ungir og efnilegir tónlistarmenn frá Laugagerðisskóla, Óskar Þór Óskarsson verður með myndasýningu, Karlakór Kjalnesinga, Sigurður Óli og félagar, Piparsveinabandið flytja tónlist. Vorhátíðin líkur svo á því að hljómsveitin Festival spilar til kl. 03.00.

mbl.is

Innlent »

Halla Björk efst á L-listanum

10:03 Halla Björk Reynisdóttir, flugumferðarstjóri og fyrrverandi bæjarfulltrúi, verður í efsta sæti Lista fólksins á Akureyri við bæjarstjórnarkosningarnar í vor. L-listinn fagnaði 20 ára afmæli með kaffisamsæti í menningarhúsinu Hofi um helgina og þá var tilkynnt hverjir skipa listann við kosningarnar. Meira »

Eins og Bond-mynd

09:51 Mál Cambridge Analytica og Facebook minnir einna helst á skáldsögu eða jafnvel mynd um James Bond. Gengi Facebook hefur fallið og breskir og bandarískir fjölmiðlar eru að ganga af göflunum. Meira »

Vilja komast hjá öðru útboði

09:37 Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkur, segir borgina munu ræða við aðila sem sóttu útboðsgögn vegna strætóskýla. Reynt verði að semja við þá aðila áður en efnt verður til annars útboðs á Evrópska efnahagssvæðinu. Meira »

Kristrún Heiða ráðin upplýsingafulltrúi

09:30 Kristrún Heiða Hauksdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi mennta- og menningarmálaráðuneytis.  Meira »

Best útgáfan af okkur

09:27 Hvernig ætli Hellisbúinn, einleikurinn vinsæli, væri núna? Það var ein af spurningunum sem reynt var að svara í morgunspjallinu í Ísland vaknar í morgun. Meira »

Tilboðum hafnað í vallarhús ÍR

09:18 Aðeins bárust tvö tilboð í byggingu nýs vallarhúss fyrir ÍR í Mjóddinni. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að hafna báðum tilboðunum sem bárust í verkið, þar sem þau reyndust töluvert yfir kostnaðaráætlun. Meira »

Mótmæla 8 hæða nýbyggingu

08:57 Borgarstjórn tekur í dag til lokaafgreiðslu tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir hluta Skúlagötusvæðis. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að átta hæða hús verði reist á óbyggðri lóð á horni Skúlagötu og Frakkastígs. Meira »

Íslendingar í kokkakeppni

09:01 Íslendingar eiga tvo keppendur í matreiðslu í norðurlandakeppninni Nordic Chef Of The Year og keppanda í framreiðslukeppninni Nordic Waiter Of The Year. Meira »

Jafn dagur klukkan 16:15

08:13 Vorjafndægur verða í dag, nákvæmlega klukkan 16:15. Á norðurhvelinu hefst vor en haust á suðurhvelinu þegar sólin færist norður yfir miðbaug himins. Meira »

Þrenn skil með rigningu

07:18 Í dag og á morgun ganga yfir landið þrenn skil með rigningu en mun úrkomuminna verður á milli. Undir helgi frystir með ofankomu. Meira »

Til ama á Barnaspítanum

06:55 Á tíunda tímanum í gærkvöld var kona í annarlegu ástandi handtekin á Barnaspítala Hringsins þar sem hún var til ama, eins og það er orðað í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Hlupu af vettvangi áreksturs

06:52 Þrír menn sem voru í bíl sem talinn er hafa verið valdur að árekstri á gatnamótum Kringlumýrarbraut og Suðurlandsbrautar um klukkan 1 í nótt stungu af frá vettvangi. Meira »

Börn eru alltaf börn

05:59 Þrátt fyrir að réttindi barna séu almennt vel tryggð á Norðurlöndunum er víða pottur brotinn hjá barnaverndaryfirvöldum að tryggja rétt barna sem eru á flótta og hafa sótt um alþjóðlega vernd. Meðal annars þarf að koma í veg fyrir að þau „týnist“ í kerfinu líkt og bent er á í nýrri skýrsu UNICEF. Meira »

Átök í loftslagsmálunum

05:30 Árni Bragason landgræðslustjóri segir það rétt sem komið hefur fram að samstarfið mætti vera betra innan loftslagshreyfingarinnar. Hart sé tekist á um takmarkaða fjármuni. Meira »

Nemendur stjórna mætingu í skólann

05:30 Nemendur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja ráða sjálfir hversu mikið þeir mæta í skólann upp að vissu marki. Fari fjarvistir yfir það er litið svo á að nemandi hafi sagt sig úr náminu. Meira »

Vilja lækka kosningaaldur í 16 ár

05:30 Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, eða fimm nefndarmenn af níu, bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu, leggja til að frumvarp um lækkun kosningaaldurs í sveitarstjórnarkosningum úr 18 árum í 16 verði afgreitt sem lög á yfirstandandi þingi. Meira »

Lokametrar 13 milljarða loðnuvertíðar

05:30 Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, áætlar að útflutningsverðmæti afurða úr 186 þúsund tonna loðnukvóta íslenskra skipa á vertíðinni geti numið um 13 milljörðum króna. Meira »

Óvissa um hrefnuveiðar

05:30 Ekki liggur fyrir hvort hrefnuveiðar verða stundaðar í sumar af hálfu IP-útgerðar. Fyrirtækið hefur rætt ákvörðun um lokun veiðisvæða í Faxaflóa við Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra og skrifað ráðuneytinu vegna málsins. Meira »
Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali
Auk gullhringa eigum við m.a. hvítagull, silfur og titaniumpör á fínu verði. Dem...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cottage Sími 848 3215 _ Svörum ...
NP ÞJÓNUSTA
NP Þjónusta Tek að mér bókanir, umsjá reikninga ofl. Upplýsingar í síma 649-6134...
BÍLAKERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterkbyggðu HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Mex byggi...
 
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungar...
L edda 6018032019 ii
Félagsstarf
? EDDA 6018032019 II Mynd af auglýsi...
Tillaga að deiliskipulagi
Tilkynningar
Breiðdalshreppur Tillaga ...
L helgafell 6018031419 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...