Þingmenn minntust Þorvalds Garðars

Þorvaldur Garðar Kristjánsson
Þorvaldur Garðar Kristjánsson

Forseti Alþingis, Ásta R. Jóhannesdóttir, minntist Þorvalds Garðars Kristjánsson, fyrrverandi alþingismanns og forseta sameinaðs Alþingis við upphaf þingfundar í morgun.
 
„Þorvaldur Garðar Kristjánsson, fyrrverandi alþingismaður og forseti sameinaðs Alþingis, varð bráðkvaddur á heimili sínu í gær. Hann var á 91. aldursári.

Þorvaldur Garðar Kristjánsson var fæddur á Kirkjubóli í Valþjófsdal í Önundarfirði 10. okt. 1919. Foreldrar hans voru Kristján Sigurður Eyjólfsson, sem lést þegar Þorvaldur var á 2. ári, og kona hans, María Bjargey Einarsdóttir. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri lýðveldisvorið 1944. Embættisprófi í lögum lauk hann við Háskóla Íslands 1948 og var við framhaldsnám í University College í Lundúnum 1948—1949. Hann öðlaðist réttindi héraðsdómslögmanns og síðar hæstaréttarlögmanns.

Eftir nám varð Þorvaldur forstöðumaður hagdeildar Útvegsbanka Íslands í áratug eða þar til hann varð árið 1960 framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og síðar þingflokks sjálfstæðismanna. Var hann mjög handgenginn Ólafi Thors, formanni flokksins, meðan hans naut við.

Félagshneigð Þorvalds kom snemma fram. Hann var formaður Orators, félags laganema, formaður Stúdentafélags Reykjavíkur, formaður Heimdallar og formaður Varðar áður en hann varð alþingismaður.
                Stjórnmálaafskipti hans hófust er hann fór í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn í heimabyggð sinni, Vestur-Ísafjarðarsýslu, árið 1952. Hann var fyrst kosinn á Alþingi í sumarkosningunum 1959, sat þá um skamma hríð, var á ný körinn í Vestfjarðakjördæmi 1963 og sat þá eitt kjörtímabil, en frá 1971 sat hann samfellt á Alþingi í 20 ár, lét af þingmennsku í kosningunum 1991. Tvívegis á árunum 1960-1961 sat hann sem varamaður á Alþingi. Hann sat á 29 þingum alls.

  Áður en Þorvaldur tók sæti á Alþingi var hann kjörinn borgarfulltrúi í Reykjavík, 1958—1962.
                Þorvaldur Garðar Kristjánsson lét sig húsnæðismál miklu skipta; sat í húsnæðismálastjórn og í stjórn Byggingarsjóðs verkamanna nær hálfan annan áratug. Enn fremur hafði hann mikil afskipti af orkumálum og sat lengi í orkuráði. Flutti hann margar tilögur á þingi um þessi mál, auk samgöngumála, og hafði mikil áhrif. Þá lét hann málefni Ríkisútvarpsins sig miklu skipta og sat í útvarpsráði í tvo áratugi. Á þingmannsferli sínum var Þorvaldur lengi fulltrúi Íslands á þingi Evrópuráðsins og var oft einn af varaforsetum þingsins.

Þorvaldur Garðar Kristjánsson hafði mikinn áhuga á störfum og starfsháttum Alþingis, þegar á fyrstu þingárum sínum. Hann var kjörinn forseti efri deildar 1974 og sat þá í fjögur ár, og kosinn á ný forseti, þá úr stjórnarandstöðu, síðla árs 1978. Tvö full kjörtímabil var hann varaforseti deildarinnar. Árið 1983 var hann kjörinn forseti sameinaðs Alþingis og gegndi því embætti í 5 ár. Hann var röggsamur á forsetastól og lét sér mjög annt um virðingu Alþingis og hélt á loft af meiri þunga en áður þekktist mikilvægri stöðu þjóðþingins í stjórnskipan okkar og sögu. Hann beitti sér fyrir umbótum í húsakosti þingsins og rekstri þess og var athafnasamur í embætti. Árið 1985 hafði hann forustu um heildarendurskoðun þingskapa og sér enn stað í störfum Alþingis margra nýmæla sem þá urðu til. Á forsetatíð hans var Ríkisendurskoðun færð undir Alþingi frá Stjórnarráðinu og stofnað embætti umboðsmanns Alþingis. Lét Þorvaldur sér mjög annt um starf þessara stofnana. Alþingi stendur í þakkarskuld við hann fyrir mikilsvert framlag til starfa þingsins á mörgum sviðum.

Að lokinni þingmennsku 1991 starfaði Þorvaldur í forsætisráðuneytinu um nokkurra ára skeið og vann þar að ýmsum verkefnum.

Þorvaldur Garðar Kristjánsson bjó við kröpp kjör í æsku og átti við veikindi að stríða á yngri árum en með harðfylgi tókst honum að komast til mennta bæði hér og erlendis. Þrautseigjan fylgdi honum æ síðan og dugði honum vel. Hann var röskur til allra verka og skipulagður í störfum sínum. Rökfastur var hann og fylginn sér á þingi. Hann sinnti kjósendum sínum á Vestfjörðum af mikill kostgæfni og rak erindi þeirra seint og snemma hér í höfuðborginni. Hann koma að öllum framfaramálum Vestfirðinga á þingmannsárum sínum og hafði forustu um mörg þeirra. Þorvaldur var höfðinglegur í framgöngu, sögumaður góður og hafði ríka kímnigáfu. Hann naut starfa sinna á Alþingi og fannst það gott hlutskipti að vinna til heilla þjóð sinni og samborgurum sem alþingismaður.

Ég bið þingheim að minnast Þorvalds Garðars Kristjánssonar með því að rísa úr sætum."             

mbl.is

Innlent »

Þrjár milljónir vegna leiðsöguhunds

Í gær, 23:34 Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, fagnar áttatíu ára afmæli í dag. Í tilefni dagsins veitti Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, félaginu þriggja milljóna króna styrk til kaupa og þjálfunar á leiðsöguhundi. Meira »

Sótti veika konu í skemmtiferðaskip

Í gær, 22:58 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti eldri konu sem hafði veikst um borð í skemmtiferðaskipi fyrir sunnan Vestmannaeyjar í kvöld. Meira »

Slysagildra í Grafarvogi

Í gær, 22:17 Mbl.is fékk á dögunum ábendingu um hættulegar aðstæður sem hefðu myndast við gangbraut yfir Strandveg í Grafarvogi. Hátt gras í vegkantinum byrgir ökumönnum sýn og á meðfylgjandi mynd sést, eða sést ekki, þar sem 8 ára gamall drengur er að hjóla að gangbrautinni. Meira »

Jón hefur verið rakari á Akranesi í 70 ár

Í gær, 22:04 Hinn 1. september næstkomandi verða 70 ár frá því Jón Hjartarson byrjaði að klippa hár á Akranesi og hann er enn að á stofu sinni, Hárskeranum, þar sem áður var mógeymsla. Meira »

Taka af öll tvímæli í bréfi

Í gær, 21:57 Friðrik Árni Friðriksson Hirst landsréttarlögmaður og Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, taka af öll tvímæli um að nauðsynlegir fyrirvarar við innleiðingu þriðja orkupakkans hafi verið settir fram nógu skilmerkilega í bréfi sem þeir sendu utanríkismálanefnd Alþingis síðdegis í dag. Meira »

Tímaspursmál hvenær verður banaslys

Í gær, 21:30 Landbúnaðarháskóli Íslands stefnir að því að hefja kennslu fyrir trjáfræðinga eða arborista á næsta ári. Þetta staðfestir Ágústa Erlingsdóttir skrúðgarðyrkjumeistari sem sér um skipulagningu á ráðstefnu með yfirskriftina „Trjáklifur á Íslandi“ sem haldin verður á morgun. Meira »

Eldur kviknaði í potti á Culiacan

Í gær, 21:27 Eldur kom upp á veitingastað Culiacan á Suðurlandsbraut á níunda tímanum í kvöld og var slökkvilið kallað til. Kviknað hafði í út frá djúpsteikingarpotti og voru fjórir dælubílar og tveir sjúkrabílar sendir á staðinn þegar kallið barst. Meira »

„Stórkostleg viðurkenning á málstaðnum“

Í gær, 21:11 Vegagerðin gerir ekki athugasemd við þá kröfu landeigenda í Ingólfsfirði um að framkvæmdir við veglagningu í firðinum verði hætt á meðan úr því fæst skorið hvort Vegagerðin hafi heimild til að ráðstafa veginum, sem landeigendur telja sinn. Meira »

Ísland kenni auðmýkt gagnvart náttúru

Í gær, 20:36 Angela Merkel segir það alltaf hafa verið draum sinn að heimsækja Ísland og að það sé heiður að fá að kynnast hér kvenleiðtoga sem horfi björtum augum til framtíðar. Þetta sagði kanslari Þýskalands á blaðamannafundi hennar og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í sumarbústað ráðherra. Meira »

Mótsögn í umræðum um sæstreng

Í gær, 20:01 Tómas Jónsson hæstaréttarlögmaður segir mótsögn felast í því að ætla að samþykkja þriðja orkupakka Evrópusambandsins, sem gengur út á að tryggja sameiginlegan raforkumarkað innan Evrópu, en hafna því í leiðinni að sæstrengur geti nokkurn tímann verið lagður hingað til lands. Meira »

Merkel fylgdi Katrínu í Almannagjá

Í gær, 19:31 Vel fór á með Angelu Merkel og Katrínu Jakobsdóttur þar sem forsætisráðherra tók á móti kanslaranum við Hakið á Þingvöllum í kvöld. Leiðtoginn íslenski lýsti staðháttum fyrir þeim þýska þar sem þær gengu niður Almannagjá og áleiðis í ráðherrabústaðinn þar sem fram fer blaðamannafundur. Meira »

Tafir vegna opinberra heimsókna

Í gær, 18:53 Búast má við tímabundnum umferðartöfum hér og þar á höfuðborgarsvæðinu í kvöld og allan daginn á morgun vegna opinberra heimsókna sem nú standa yfir. Meira »

Merkel spókar sig í miðbænum

Í gær, 18:45 Til Angelu Merkel Þýskalandskanslara sást í miðbæ Reykjavíkur í eftirmiðdaginn. Ásdís Halla Bragadóttir, fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ, náði sjálfu með Merkel og föruneyti. Meira »

FEB leysir til sín íbúðirnar

Í gær, 18:43 Stjórn Félags eldri borgara ákvað á fundi sínum í dag að virkja sérstakt kaupréttarákvæði í lóðaleigusamningi sem kveðið er á um í kaupsamningum vegna íbúðanna sem félagið reisir í Árskógum. Meira »

Katrín tók á móti Rinne í Tjarnargötu

Í gær, 17:41 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók á móti forsætisráðherra Finnlands, Antti Rinne, í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu síðdegis í dag. Þar ræddu þau um stöðu og þróun stjórn- og efnahagsmála á Íslandi og í Finnlandi, og aðgerðir í loftslagsmálum. Meira »

Geimbúningur prófaður á Íslandi

Í gær, 17:35 Fyrsta leiðangri félagsins Iceland Spcace Agency lauk á dögunum. Félagið er nýstofnað og tekur að sér geimferðaundirbúning enda þykir Ísland vel til þess fallið að undirbúa menn fyrir hrjóstrugt umhverfi himintunglanna. Meira »

Slasaðist á mótorhjóli í Kerlingarfjöllum

Í gær, 17:32 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna mótorhjólaslyss í Kerlingarfjöllum á fjórða tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er þyrlan lent í Reykjavík með þann slasaða. Meira »

Hvatti Íslendinga til frekari dáða

Í gær, 17:09 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti í morgun fundi með þeim Mary Robinson, fyrrverandi forseta Írlands og Kumi Naidoo, aðalframkvæmdastjóra mannréttindasamtakanna Amnesty International, sem bæði eru stödd hér á landi. Meira »

Bílvelta á Akureyri

Í gær, 16:38 Bílvelta varð á gatnamótum Furuvalla og Hvannavalla á Akureyri um þrjúleytið í dag.  Meira »
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Fleiri myndir af stiganum á meðfylgjandi mynd eru í möppu 110 á Fésinu okkar, (...
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Arkitektar og verkfræðingar: Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4 til leigu
Til leigu er 230 fermetra skrifstofurými í austurenda á 5. og efstu hæð Bolholts...