Askan gleypti bæi undir Eyjafjöllum

Gríðarstórt, þykkt og svart öskuský lagðist yfir bæina undir Eyjafjöllum …
Gríðarstórt, þykkt og svart öskuský lagðist yfir bæina undir Eyjafjöllum í kvöld. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Öskufall hófst undir Eyjafjöllum um klukkan níu í kvöld. Aðdragandinn var óhugnanlegur en gríðarstórt öskuský virtist læða sér niður Eyjafjöllin og gleypa bæina sem við ræturnar eru. Skýið var kolsvart og afar þétt. Áður höfðu bæirnir verið rýmdir.

Búist var við að öskufall hæfist á þessum slóðum í kvöld þegar vindur færðist í norður, en það var jafnvel ívið meira en reiknað hafði verið með. Undirbúningur bænda undir Eyjafjöllum stóð í allan dag. Skepnur voru teknar í hús og nýttu margir tímann til að þétta glugga og í kringum hurðar.

Samkvæmt upplýsingum úr samhæfingarstöð Almannavarna á Hvolsvelli mega íbúar á svæðinu snúa aftur heim í fyrramálið, til að huga að skepnum sínum og eignum. Áfram er búist við miklu öskufalli á þessu svæði á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert