Ægir heldur til Senegal

Varðskipið Ægir.
Varðskipið Ægir. mynd/LHG

Varðskipið Ægir leggur af stað til Senegal í Afríku í kvöld þar sem það mun sinna verkefnum fyrir landamærastofnun Evrópusambandsins, en skipið mun er væntanlegt til Dakar, höfuðborgar Senegal, í byrjun maí.

Meginhlutverk skipsins verður að gæta ytri landamæra Schengen-svæðisins frá maí fram í október en Ísland er aðili að Frontex í gegnum Schengen-samstarfið.

Mun Ægir fylgjast með umferð á hafi úti og skila upplýsingum til stjórnstöðvar sem staðsett verður í landi. Á meðal búnaðar sem settur verður um borð í Ægi er m.a. kæling á aðalvélar og ljósavélar, annóðukerfi í sjókistur, loftkæling í íbúðir, nætursjónaukabúnaður og fleira.

ABC barnahjálp fékk að senda dót með skipinu fyrir skóla sem samtökin reka í Dakar.  

Fjórtán eru í áhöfn skipsins sem mun koma við á Las Palmas á Kanaríeyjum á leið sinni til Senegal. Skipið verður þar fram í lok maí áður en það heldur til Almeria á Spáni. Þar verður varðskipið í um einn mánuð.

Í framhaldinu mun Ægir verða við eftirlit í vestanverðu Miðjarðarhafi. Það er svo væntanlegt aftur til Íslands í október.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert