CCP fékk Útflutningsverðlaun

Vignir Jóhannsson, myndlistarmaður, og Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, virða ...
Vignir Jóhannsson, myndlistarmaður, og Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, virða fyrir sér verðlaunagripinn.

CCP hf. var í dag veitt Útflutningsverðlaun forseta Íslands á Bessastöðum. Hilmar Veigar Pétursson forstjóri veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd fyrirtækisins.

„CCP er veitt verðlaunin fyrir að hafa náð einstökum árangri á heimsvísu í þróun og markaðssetningu fjölþátttöku tölvuleikja. Fyrirtækið fer fremst í fylkingu fyrirtækja hér á landi sem saman mynda nýja tegund framleiðsluiðnaðar, sem byggir starfsemi sína á sköpunargleði, lifandi hugsun, háþróaðri tölvutækni og viðskiptalegu innsæi,“  segir í fréttatilkynningu.

„Fyrsti fjölþátttökuleikur fyrirtækisins kom út í maí 2003 og ber heitið EVE-Online. Frá þeim tíma hefur fyrirtækið stöðugt stækkað og dafnað og er EVE- Online enn aðalframleiðsluvara fyrirtækisins og eru um 350.000 áskrifendur að leiknum.

Starfsstöðvar CCP eru nú í fjórum löndum, hér á landi, í Kína, Bandaríkjunum og Bretlandi. Starfsmenn um síðustu áramót voru 451 og hafði fjölgað um tæplega 100 á árinu. Starfsfólkið kemur frá um 20 þjóðlöndum og samanstendur af kraftblöndu listamanna, vísindamanna, sérfræðinga í hugbúnaðargerð og stjórnenda.

Velta CCP á síðasta ári var rúmlega 55 milljónir dollara eða tæpir 7 milljarðar íslenskra króna og hagnaður fyrirtækisins var rúmar 6 milljónir dollara eða rúmlega 700 milljónir íslenskra króna.“

CCP fær sérhannaðan verðlaunagrip og skjal, auk þess sem verðlaunahafi fær leyfi til að nota merki verðlaunanna á kynningarefni sitt í fimm ár frá afhendingu. Vignir Jóhannsson myndlistarmaður gerði verðlaunagripinn í ár. Merki Útflutningsverðlaunanna er hannað af Hilmari Sigurðssyni.

Verðlaunagripurinn er úr steypu og gleri og heitir Ljóshverfing. Honum er þannig lýst af listamanninum: 

„Ljósið kemur upp ljósleiðarann og dreifist í glerforminu til áhorfenda. Ljósið býr til form sem er breytilegt frá hverju sjónarhorni fyrir sig. Ljósleiðnin sjálf er eins frá öllum hliðum en dreifingin ljóssins ójöfn, misjöfn og einstaklingsbundin. Við sjáum ljósið streyma og dreifast, miðlast og skapa nýjan vettvang, tilgang og lífsstíl. Þannig verður tengingin milli listaverksins og hugmynda fyrirtækisins beintengd.“

Útflutningsverðlaun forseta Íslands eru veitt til viðurkenningar „fyrir markvert framlag til eflingar útflutningsverslun og gjaldeyrisöflun íslensku þjóðarinnar.

Úthlutunarreglur kveða á um að verðlaunin skuli veitt fyrirtækjum eða einstaklingum, íslenskum eða erlendum, fyrir árangursríkt starf að útflutningi á íslenskum vörum eða þjónustu á erlendum markaði. Veiting verðlaunanna tekur mið af verðmætisaukningu útflutnings, hlutdeild útflutnings í heildarsölu, markaðssetningu á nýjum markaði, ásamt fleiru.

Í úthlutunarnefndinni sátu að þessu sinni: Þórunn Sveinbjörnsdóttir frá  Alþýðusambandi Íslands, Ingjaldur Hannibalsson frá viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, Friðrik Pálsson frá Landsnefnd Alþjóða verslunarráðsins, Örnólfur Thorsson frá embætti forseta Íslands og Valur Valsson frá Útflutningsráði Íslands, en Útflutningsráð ber ábyrgð á undirbúningi og kostnaði við verðlaunaveitinguna.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Bílaþorp rís við flugvöllinn

05:30 Á næstunni hefst uppbygging þjónustuklasa fyrir bílaleigubíla í Reykjanesbæ. Hann verður við nýja götu, Flugvelli, og steinsnar frá Keflavíkurflugvelli. Þar verða minnst átta bílaleigur og hundruð, jafnvel þúsundir, bílaleigubíla. Meira »

Endurbætur hefjast í ár

05:30 „Ég er bjartsýnn á að úrbætur á veginum hér á Kjalarnesi komist á dagskrá fljótlega. Sjónarmið okkar njóta skilnings og staðreyndir eru alveg skýrar,“ segir Sigþór Magnússon, formaður Íbúasamtaka Kjalarness. Meira »

Sunna Elvira flutt til Sevilla

05:30 Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem hefur legið lömuð á sjúkrahúsi í Malaga á Spáni undanfarinn mánuð í kjölfar falls, verður í dag flutt á bæklunarsjúkrahús í Sevilla. Meira »

Eitt stærsta þjófnaðarmál sögunnar

05:30 „Við erum að fara í gegnum þau gögn sem við höfum og yfirheyra þessa aðila. Það verður væntanlega tekin afstaða til þess í dag hvort farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald,“ segir Jóhannes Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum. Meira »

Margir sem hafa skorað á Harald

05:30 Margir hafa skorað á Harald Benediktsson, 1. þingmann Norðvestur-kjördæmis, að bjóða sig fram til varaformanns á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn verður í Laugardalshöll 16.-18. mars nk. Meira »

Göngin hafa sparað milljarða

05:30 Viðhald og vegabætur á Hvalfjarðarvegi gætu hafa kostað 1.200-2.000 milljónir króna síðustu 20 ár ef Hvalfjarðargöng hefðu ekki komið til í júlí árið 1998. Meira »

Sjúkratryggingar vilja segja upp samningi

Í gær, 22:38 Sjúkratryggingar Íslands hafa tilkynnt sérgreinalæknum og sjúkraþjálfurum að þeir megi eiga von á því að rammasamningi þeirra og Sjúkratrygginga verði sagt upp. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur einnig verið látin vita af þessu. Meira »

Streymið er tækni sem ósamið er um

05:30 Áskriftarstreymi hefur aldrei verið hluti af framseldum réttindum í útgáfusamningi Rithöfundasambands Íslands og Félags íslenskra bókaútgefenda. Um slíkt þarf að semja sérstaklega sem ekki hefur verið gert. Meira »

Endar í uppstillingu í Eyjum

Í gær, 22:16 Ekki bárust nógu mörg framboð til röðunar á lista Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Því var ákveðið að fara í uppstillingu. Aðeins sjö framboð bárust en þau þurftu að vera tíu að lágmarki, samkvæmt samþykkt aðalfundar fullltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum. Meira »

2 milljóna króna bótakrafa

Í gær, 21:56 Bótakrafa að fjárhæð 2 milljóna króna liggur fyrir í máli Houssin Bsraoi sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás í íþróttahúsinu á Litla-Hrauni í janúar. Lilja Margrét Olsen, réttargæslumaður hans, telur ólíklegt að túlkur hafi verið viðstaddur við þegar honum var vísað úr landi á þriðjudaginn. Meira »

Gunnlaugur formaður Hinsegin daga

Í gær, 21:39 Gunnlaugur Bragi Björnsson var fyrr í kvöld kjörinn nýr formaður Hinsegin daga í Reykjavík á aðalfundi félagsins.  Meira »

Ingvar Mar oddviti Framsóknar

Í gær, 21:25 Ingvar Mar Jónsson varaborgarfulltrúi verður í efsta sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Meira »

Nauðgunarmenning í umhverfi okkar

Í gær, 21:00 „Við þurfum að skoða þetta frá öllum hliðum. Á meðan konur eru ekki jafnvaldamiklar og karlar í samfélaginu þá birtist þetta valdamisvægi í ofbeldi,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður ofbeldisvarnarnefndar og borgarfulltrúi, eftir fund um ofbeldi og ungt fólk. Meira »

Sigurður myndlistarmaður ársins

Í gær, 20:55 Sigurður Guðjónsson var kjörinn myndlistarmaður ársins við afhendingu Myndlistarverðlauna Íslands í Listasafni Reykjavíkur. Hvatningarverðlaun ársins hlaut Auður Lóa Guðnadóttir. Meira »

Davíð Fannar er fundinn

Í gær, 20:12 Davíð Fannar Thorlacius sem lögreglan á Norðurlandi eystra leitaði að fyrr í kvöld er fundinn. Lögreglan þakkar veitta aðstoð. Meira »

Fara fram á fangavist yfir óléttri konu

Í gær, 20:57 Saksóknari fer fram á að kona sem er ákærð fyrir 59 milljóna fjárdrátt verði dæmd til 14 mánaða fangelsisvistar en það kom fram við þingfestingu málsins fyrir héraðsdómi í morgun. Meira »

752 hættu námi í framhaldsskólum

Í gær, 20:29 Alls hættu 752 nemendur námi í framhaldsskólum áður en til lokaprófa kom á haustönn 2017. Þar af voru 403 eldri en 18 ára. Þetta kemur fram í skýrslu Menntamálastofnunar um aðgerðir gegn brotthvarfi nemenda úr framhaldsskólum. Meira »

Heilsurækt á gönguskíðum

Í gær, 19:53 Gönguskíðafélagið Ullur stendur fyrir viðamikilli starfsemi í Bláfjöllum og er mestallt starf unnið í sjálfboðavinnu. Magnús Konráðsson er einn sjálfboðaliðanna og er gjarnan á vaktinni í skála félagsins. „Þegar vel viðrar,“ áréttar kappinn, sem verður 85 ára í haust. Meira »
Ukulele
...
Laust í feb-mars. Biskupstungur..
Sumarhús, - Gisting fyrir 5-6, leiksvæði og stutt að Geysi og Gullfossi. Velkomi...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel L...
 
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Bækur til sölu
Til sölu
Bækur til sölu Menntamál 1.-42. árg. ...
Formannskjör
Fundir - mannfagnaðir
Formannskjör í Sjúkraliðafélagi Ísla...