Nafn nýrrar eldstöðvar verði boðið upp á eBay

Frá eldgosinu á Fimmvörðuhálsi.
Frá eldgosinu á Fimmvörðuhálsi. mbl.is/RAX

Sú hugmynd hefur kviknað að nafngift nýrrar eldstöðvar neðan Fimmvörðuháls verði boðin upp á uppboðsvefnum eBay og að hæstbjóðandi fái að gefa eldstöðinni nafn. Lagt er til að sú upphæð sem myndi safnast yrði svo notuð til þess að aðstoða bændur undir Eyjafjöllunum og aðra sem eiga um sárt að binda vegna eldgossins.

Hugmyndin hefur nú verið send menntamálanefnd Alþingis og menntamálaráðherra. 

Nýlega greindi Katrín Jakobsdóttir menntmálaráðherra frá því að starfhópur á vegum þeirra þriggja opinberu aðila sem hafa með örnefni að gera samkvæmt lögum: Landmælinga Íslands, nafnfræðisviðs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og örnefnanefndar, fari í sameiningu með ákvörðunarvald á nafngift nýju eldstöðvarinnar.

Eldstöðin Paris Hilton?

Hildur Sif Thorarensen leggur hins vegar til að nafn nýju eldstöðvarinnar verði boðið upp á eBay. Í tölvupósti sem hún sendi þingflokki Hreyfingarinnar, sem hefur áframsent póstinn til menntamálaráðherra og formanns menntamálanefndar Alþingis, bendir Hildur á að nú þegar hafi gosið fengið heimsathygli. Miklir peningar gætu því safnast sé haldið rétt á spilunum. 

„Að mínu viti skiptir nafngift þessara fjalla litlu máli og jafnvel væri hægt að setja einhver tímamörk á hana, t.d. að hún gildi eingöngu í 10 ár og eftir það verði fjallið endurnefnt. Ég held það trufli landsmenn lítið þótt fjallið heitir Paris Hilton svo framarlega sem bændur í nágrenninu þurfi ekki að bregða búi vegna skaðans af gosinu,“ skrifar Hildur.

Gleðipíunni Parísi Hilton þætti eflaust ekki leiðinlegt að vita af …
Gleðipíunni Parísi Hilton þætti eflaust ekki leiðinlegt að vita af því að íslensk eldstöð bæri hennar nafn. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert