Framsóknarflokkur biðst afsökunar

Frá miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag.
Frá miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í ræðu á miðstjórnarfundi í dag, að flokkurinn bæði margfalt afsökunar á andvaraleysi og mistökum sem gerð voru í aðdraganda bankahrunsins. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins.

Að sögn RÚV sagði Sigmundur Davíð, að Framsóknarflokkinn hafði fyrstur flokka viðurkennt mistök, hann hafi fyrstur flokka ráðist í endurnýjun og endurskoðun innávið en ný flokksforysta var kosin á flokksþingi fyrir fimmtán mánuðum.

Þá sagði hann mikið upplausnarástand í íslenskum stjórnmálum. Leyndarhyggjan hefði náð nýjum hæðum hjá núverandi ríkisstjórn sem hefði ekkert samráð, ríkisstjórn sem ræddi bara fortíðina en ekki framtíðina. Sigmundur Davíð sagði einkavæðingu bankanna eina ekki skýra hrunið en skortur á gagnrýnni hugsun væri meginorskök hrunsins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert