Vísbendingar um refsiverða háttsemi

Páll Þórhallsson lögfræðingur var einn ræðumanna á ráðstefnunni.
Páll Þórhallsson lögfræðingur var einn ræðumanna á ráðstefnunni. mbl.is/Árni Sæberg

Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis má finna mikilvægar vísbendingar um umfangsmikla refsiverða háttsemi í rekstri fjármálastofnana og tengdra aðila, að mati Sigurðar Tómasar Magnússonar, prófessors við Háskólann í Reykjavík (HR).

Þetta kom fram í erindi Sigurðar Tómasar á ráðstefnu um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem fram fór í HR í dag, að því segir í frétt frá HR. Sigurður Tómas tók fram að skýrslan hefði þó ekki að geyma sönnunargögn sem myndu duga til sakfellingar fyrir dómi. Skýrslan gæti á hinn bóginn hjálpað til við öflun sönnunargagna.

Þess má geta að Sigurður Tómas starfar einnig sem ráðgjafi hjá embætti sérstaks saksóknara.

Ráðstefnan var haldin í samstarfi Háskólans í Reykjavík, Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst. Hún hófst klukkan tíu í morgun. Átján fræðimenn fluttu erindi í sex málstofum en í hverri þeirra var fjallað um afmarkaðan þátt efnahagshrunsins.

Tilgangur ráðstefnunnar er að halda áfram umræðu og greiningu rannsóknarskýrslu Alþingis. Ráðstefnan verður flutt norður á land á morgun, sunnudag, en þar mun hún fara fram í húsakynnum Háskólans á Akureyri.

Heimasíða Háskólans í Reykjavík

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert