Einn kom með veghefil

Árni Johnsen og Pétur Óli Pétursson við veghefilinn.
Árni Johnsen og Pétur Óli Pétursson við veghefilinn. Heiða Björg Scheving

„Það er alls staðar verið að vinna og hreinsa,“ sagði Árni Johnsen, alþingismaður, sem hefur verið undanfarna daga undir Eyjafjöllum. Eyjamenn ætla að bjóða konum undan Fjöllunum í dagsferð til Vestmannaeyja í næstu viku og stefna svo að goslokahátíð að loknu eldgosinu, enda komnir í æfingu.

Árni sagði að fjöldi sjálfboðaliða leggi nú hönd á plóginn á gossvæðinu auk slökkviliðsmanna á dælubílum og mjókurbílstjóra á mjólkurbílum sem flytja vatn til dælubílanna.  Hópar komu nú um helgina til aðstoðar og eru sjálfboðaliðarnir fleiri í dag en í gær, að sögn Árna. 

„Þeir eru að liðka til við hreinsunina og bústörfin. Svo eru hér galvaskir menn eins og Pétur Óli Pétursson, sem hefur verið hér í þrjá sólarhringa. Sumir koma með skóflu en Pétur Óli kom með veghefil!“

Árni hefur fylgt Pétri Óla um sveitirnar og sagði að hann sé búinn að hreinsa stór bæjarhlöð t.d. á Steinum, í Drangshlíð og á Hvassafelli með heflinum. Í gær og í dag hefur hann verið að vinna í Önundarhorni þar sem mikil aska lagðist yfir.

„Þar hefur hann rutt aur af túnum til að létta á þeim. Það skiptir miklu áður en túnin eru plægð að fjarlægja aurinn. Þetta er búið að prófa á tveimur stöðum og hefur tekist vel. 

Svo hefur hann heflað hlöðin á Önundarhorni og vinnuveg sem tengir öll tún. Nú er hann að vinna í leggnum að þjóðveginum sem er tæpir tveir kílómetrar,“ sagði Árni.

Árni sagði að þegar hugað verði að bótum fyrir það tjón sem Eyfellingar hafa orðið fyrir þurfi að setja nýtt yfirlag, mulning, á allar heimreiðar að sveitabæjum. Þegar góskan sé fjarlægð fari mölin með og hart undirlagið sé eitt eftir.

Mikil samstaða hjá fólkinu

„Mér finnst ríkjandi hér stóísk ró og baráttugleði,“ sagði Árni. „Auðvitað er beygur í sumum en hann er að fjara út. Það er mikil samstaða í fólkinu. Margir fara í mat í Heimalandi á hverjum degi og menn stappa stálinu hver í annan.“

Árni kvaðst hafa haft samband við bæði kvenfélögin undir Eyjafjöllum, Eygló og Fjallkonuna, því til stendur að bjóða öllum konum undir Fjöllunum í dagsferð til Vestmannaeyja, vonandi í næstu viku.  „Það er vonandi að sem flestar komi, þetta er allt í góðum gír,“ sagði Árni.

„Við höfum hótað því Eyjamenn, þegar gosið er búið, að halda hér snöggsoðna goslokahátíð. Fá nokkra tanka af öli og hljóðfærum að Skógum. Við erum vanir,“ sagði Árni fullur af eldmóði.

Bændur undir Eyjafjöllum eru byrjaðir að plægja tún og akra
Bændur undir Eyjafjöllum eru byrjaðir að plægja tún og akra mbl.is/Þorgeir Sigurðsson
Árni Johnsen, alþingismaður.
Árni Johnsen, alþingismaður. Kristinn Ingvarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Benedikt og Frú Ragnheiður verðlaunuð

15:38 Uppreisnarverðlaunin voru veitt í fyrsta skipti til viðurkenningar á markverðu og óeigingjörnu starfi í þágu frjálslyndis og almannahagsmuna. Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar, veitir verðlaunin sem þakklætisvott í garð þeirra sem skarað hafa fram úr á framangreindum sviðum Meira »

Bíll valt í Norðurá

15:24 Tveir ferðamenn voru fluttir á slysadeild á Akureyri í hádeginu eftir að bíll þeirra valt í Norðurá í Skagafirði. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki eru þeir ekki alvarlega slasaðir. Meira »

Frekari fregnir væntanlegar á morgun

13:44 Forsvarsmenn United Silicon fara nú yfir gögn en heimild til greiðslustöðvunar fyrirtækisins rennur út á morgun. Karen Kjartansdóttir, talsmaður fyrirtækisins, sagði að frekari fregnir væru væntanlegar á morgun en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Meira »

Segir grein Frosta rökleysu

12:54 Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ, segir að borgarlína sé vitrænn háttur til að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Hún gagnrýndi grein Frosta Sigurjónssonar, fyrrverandi þingmanns Framsóknarflokksins, um borgarlínu. Meira »

Telur að hann eigi að fara út úr fjölmiðlum

12:01 Eyþór Arnalds sem sækist eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segist telja rétt að hann losi sig út úr fjölmiðlarekstri ef hann verður kjörinn borgarfulltrúi. Meira »

Banaslys á Arnarnesvegi

11:50 Ungur maður lést í bílslysi á Arnarnesvegi um hálfþrjú í nótt, samkvæmt upplýsingum frá aðalvarðstjóra í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Skora á þingmenn

11:02 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir yfir vonbrigðum með að ekki sé tryggt fjármagn á árinu 2018 við áframhaldandi framkvæmdir við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Bókun þess efnis var samþykkt einróma á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Meira »

Borgarlína og spítali

11:13 Borgarlínan var mál málanna í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hilmar Þór Björnsson arkitekt fjallaði meðal annars um borgarlínuna, samgöngumál og þéttingu byggða. Jafnframt var spítalinn til umræðu. Meira »

Búið af aflétta óvissustigi

10:52 Óvissustigi var aflýst í Ólafsfjarðarmúla klukkan átta í morgun og búið er að opna Siglufjarðarveg.   Meira »

Ákvörðun um framboð tekin fljótlega

10:28 Á Sósíalistaþingi í gær var rætt um mögulegt framboð flokksins til sveitastjórna í vor. Mikill fjöldi fundarmanna tók til máls á fundinum, segir í frétt á vef flokksins. Samþykkt var að boða fljótlega til félagsfundar þar sem ákvörðun yrði tekin um framboð til sveitastjórna. Meira »

Slær í 35-40 m/s í hviðum

09:24 Síðdegis í dag verður snjófjúk s.s. á Hellisheiði, Mosfellsheiði og Kjalarnesi. Undir Eyjafjöllum er spáð austanstormi frá klukkan 17 í dag og í hviðum fer vindhraðinn í allt að 35-40 m/s. Þar verður hvassast í kvöld. Í Öræfum við Sandfell skellur óveðrið á um klukkan 15, segir á vef Vegagerðarinnar. Meira »

49 greind með RS-veirusýkingu

09:00 Alls haf 49 verið greindir með RS-veirusýkingu á veirufræðideild Landspítalans á fyrstu tveimur vikum ársins. Í síðustu viku voru 29 greindir með RV en þar af voru 15 börn á fyrsta og öðru ári. Meira »

Fangageymslur fullar

08:44 Nóg hefur verið að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og eru allar fangageymslur fullar eftir nóttina. Flestir eru vistaðir vegna ölvunar/annarlegs ástands. Meira »

Óveður á leiðinni

07:08 Spáð er staðbundnu óveðri síðdegis syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austanstorm eða jafnvel rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður verður annars staðar á landinu í dag. Hvessir með úrkomu víða um land á morgun. Meira »

Spá staðbundnu óveðri

Í gær, 22:36 Spáð er staðbundnu óveðri eftir hádegi á morgun syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austanstorm eða -rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður verður annars staðar á landinu. Meira »

Snjónum fagnað á skíðasvæðum

08:20 Börn og unglingar fá frítt í allar lyftur í Hlíðarfjalli í dag að tilefni þess að alþjóðaskíðasambandið stendur fyrir degi sem nefnist Snjór um víða veröld. Meira »

Mjög alvarlegt slys í nótt

06:48 Mjög alvarlegt umferðarslys varð á Arnarnesvegi við Reykjanesbraut í nótt, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Eins og rússnesk rúlletta

Í gær, 22:00 „Það er þyngra en tárum taki að baráttunni um betri vegasamgöngur frá Reykjanesbæ um Reykjanesbraut sé enn ekki lokið,“ segir Þórólfur Júlían Dagsson, stjórnarmaður Pírata á Suðurnesjum. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Til sölu Mitsubishi Outlander 2007
1 eigandi frá upphafi, ekinn aðeins 75.000 km. 5 gíra, bensín, 4WD, ný dekk, nýj...
Ford Ranger double cab,4x4 Diesel 2005
Ford Ranger díesel 2005 double cab með húsi,ekinn 294þ.5 gíra.góð dekk, smurbók,...
 
L helgafell 6018011719 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Endurskoðun aðalskipulags
Tilkynningar
Endurskoðun aðalskipulags Akraness Alm...
Byggðakvóti
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggða...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...