Dýrkeypt yfirlýsing forsetans

Forsetinn var háfleygur í orðavali að vanda.
Forsetinn var háfleygur í orðavali að vanda.

Katla gæti gosið innan 15, 10 eða 5 ára, jafnvel fyrr, að sögn Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, sem varaði Bandaríkjamenn við eldfjallinu í viðtali við sjónvarpsstöðina CNBC. Líklegt er að sambærileg ummæli forsetans á BBC kunni að hafa kostað íslenska þjóðarbúið milljarða króna.

Þótt forsetinn bendi á óvissuna í slíkum spám eru sterkar vísbendingar um að umræðan um þær geti ein og sér haft mikinn fælingarmátt.

Merkilega lítið hefur verið fjallað um viðtalið á CNBC fyrir helgi þrátt fyrir þá spá forsetans að fækkun í bókunum ferða til landsins muni vara í nokkrar vikur. Svo athyglisvert þykir viðtalið að útskrift þess er boðin til sölu á vef Federal News Service og er verðið 5 bandaríkjadalir fyrir síðuna, alls 25 dalir fyrir 5 síður, að sögn starfsmanns FNS í Washington.

Þannig kemur fram í Morgunblaðinu í dag, þriðjudag, að útlit sé fyrir að íslenska þjóðarbúið verði af milljörðum króna í formi glataðra gjaldeyristekna vegna hruns í ferðabókunum til landsins.

Miðað við áframhaldandi 6-7% vöxt í greininni og að enginn vöxtur verði í ár þykir mega ganga út frá að tjónið nemi að minnsta kosti 9-11 milljörðum króna, sé reiknað út frá 155 milljarða gjaldeyristekjum á síðasta ári.

Fljótt flýgur gossagan

Forsetinn bendir bandarískum áhorfendum CNBC á að Íslendingar hafi sett saman neyðaráætlanir komi til eldgoss en til myndskreytingar velur sjónvarpsstöðin dramatísk myndbrot af gosinu í Eyjafjallajökli.

Fram kemur á fréttaleitarvél Google, www.news.google.com, að nafn forsetans komi fyrir í mörg þúsund fréttum víðsvegar að úr heiminum, svo ljóst er að ummælin hafa fengið byr undir báða vængi.

Forsetinn á þátt í þeirri útbreiðslu enda varar hann áhorfendur CNBC við að gos í Kötlu kunni að lama flugsamgöngur víða um heim.

Fleiri eldgos í vændum

Og það er aðeins forsmekkurinn. Fram undan kunni að vera jafnvel enn fleiri eldgos á næstu 20-30 árum.

Athygli vekur að forsetinn spáir áframhaldandi fækkun í bókunum á næstu vikum en það er þvert á yfirlýst markmið talsmanna ferðaþjónustunnar.

Forsetinn var að vanda háfleygur í orðavali og lýsti atburðarásinni á Íslandi svo að þar megi verða vitni að sköpun heimsins.

Vísar í Mósebók

Þannig komi fram í sköpunarsögu fyrstu Mósebókar að sköpun heimsins hafi tekið 6 daga, sköpun sem enn sé í gangi á Íslandi. 

Forsetinn tekur sérstaklega fram að Íslendingar setji öryggið í öndvegi og bendir á að enginn hafi látið lífið af völdum gossins á Íslandi eða í öðrum löndum.

Þegar blaðakonan, Bartiromo, bar viðbrögð Evrópusambandsins við hinni miklu röskun á flugi undir forsetann mátti lesa úr orðum hans gagnrýni á andvaraleysi sambandsins andspænis ógninni. Samhæfa þurfi betur viðbragðsáætlanir sambandsins.

Framtíðarhorfur í efnahagslífi þjóðarinnar eru einnig bornar undir forsetann og svarar hann því þá til að hans tilfinning sé að hagkerfið byrji að vaxa á síðari hluta ársins, spá sem mögulegur samdráttur í ferðaþjónustu gæti vegið á móti.

Forsetinn og hinn dramatíski bakgrunnur.
Forsetinn og hinn dramatíski bakgrunnur.
Blaðakonan, Maria Bartiromo, þakkaði forsetanum sérstaklega fyrir upplýsingamiðlun hans.
Blaðakonan, Maria Bartiromo, þakkaði forsetanum sérstaklega fyrir upplýsingamiðlun hans.
mbl.is

Innlent »

Skýrt að málið njóti yfirburðastuðnings

Í gær, 20:53 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir það vonbrigði að hópur þingmanna taki sig saman um málþóf til þess að koma í veg fyrir að vilji þingsins fái að koma fram. Umræðu um lækkun kosn­inga­ald­urs til sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga niður í 16 ár var í kvöld frestað til 9. apríl. Meira »

Norðmaður vann tvo milljarða

Í gær, 20:25 Stálheppinn Norðmaður var með allar tölurnar réttar í EuroJackpot í kvöld og fær hann í sinn hlut rúma tvo milljarða króna.  Meira »

Sigurður í gullliði Dana

Í gær, 19:50 Sigurður Elvar Baldvinsson, bakara- og konditor-meistari, var í danska landsliðinu sem sigraði á Norðurlandamóti bakara, Nordic Bakery Cup, sem fram fór í Herning í Danmörku um liðna helgi. Meira »

Innheimtu veggjalds hætt í september

Í gær, 19:40 Innheimtu veggjalds í Hvalfjarðargöngum verður hætt í september, að líkindum síðari hluta mánaðarins. Þetta kom fram í dag á aðalfundi Spalar sem á og rekur göngin. Meira »

Umræðu um kosningaaldur frestað fram í apríl

Í gær, 19:32 Umræðu á Alþingi um hvort lækka eigi kosningaaldur til sveitarstjórnarkosninga niður í 16 ár hefur verið frestað til 9. apríl. Meira »

Læknafélagið telur þróunina varasama

Í gær, 19:26 Læknafélag Íslands (LÍ) hefur lýst yfir miklum áhyggjum yfir stöðu heilsugæslunnar á landsbyggðinni.  Meira »

Sakar bílstjóra um ofbeldi

Í gær, 19:09 Farþegi ferðaþjónustu fatlaðra, Lilja Ragnhildur Oddsdóttir, segir bílstjóra ferðaþjónustu fatlaðra hafa beitt hana ofbeldi er hún var farþegi í bifreið hans. Meira »

„Katastrófa“ ef verktakalæknar hætta

Í gær, 19:18 Svokallaðir verktakalæknar frá greitt á bilinu 150 til 175 þúsund krónur á dag fyrir störf sín hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Fer það eftir menntun læknisins hversu há laun hann fær. Meira »

Björt óhress með heilbrigðisnefndir

Í gær, 18:58 Björt Ólafsdóttir segir það vera mikil vonbrigði að heilbrigðiseftirlitið geri það ómögulegt fyrir veitingahúsarekendur að leyfa hunda eða ketti inni á sínum stöðum, en reglugerð sem hún innleiddi í fyrra átti að gera þeim það kleift. Meira »

Fjölbreytnin gerir hvern dag spennandi

Í gær, 18:37 Steinunn Eik Egilsdóttir er Skagastelpa í húð og hár, sem hefur ferðast vítt og breitt um heiminn. Eftir að hafa lokið grunnnámi í arkitektúr við LHÍ, uppgerð gamalla húsa í Reykjavík og skrásetningu eyðibýla í íslenskum sveitum, lá leið hennar í framhaldsnám í arkitektúr í Oxford í Englandi. Meira »

Þrennt í varðhaldi vegna kókaíns

Í gær, 18:20 Tveir karlar og ein kona voru í Héraðsdómi Reykjaness í dag úrskurðuð í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn hennar á innflutningi á um 600 grömmum af kókaíni. Meira »

Þarf að hækka laun til að auka nýliðun

Í gær, 18:00 „Laun leikskólakennara þurfa og eiga að vera hærri ef takast á að auka nýliðun. Það er því miður svo að menntun á Íslandi er almennt ekki metin nægilega vel til launa,“ segir Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, í skriflegu svari til mbl.is, spurður um laun starfsstéttarinnar. Meira »

Fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun

Í gær, 17:50 Héraðsdóm­ur Reykjavíkur hef­ur dæmt karl­mann á fer­tugs­aldri, Þórð Juhasz, í fjögurra ára fang­elsi fyr­ir að hafa nauðgað stúlku árið 2016. Hann hef­ur einnig verið dæmd­ur til að greiða henni 1,6 milljónir króna í bætur. Komst hann í samband við stúlkuna í gegnum samskiptamiðilinn Snapchat. Meira »

HÚ-inu hefur ekki verið hafnað

Í gær, 17:05 Samkvæmt upplýsingum frá Einkaleyfastofunni hefur ekki enn verið sótt um skráningu á vörumerkinu HÚ! Skráningu þess hefur því ekki verið hafnað. Orðið er hluti af samnefndri teikningu Hugleiks Dagssonar sem prentuð hefur verið á boli frá árinu 2016 og þeir seldir í vefversluninni Dagsson.com. Meira »

Vélinni snúið við eftir flugtak

Í gær, 16:57 Flugvél WOW air á leið frá París til Keflavíkur þurfti að snúa aftur til lendingar eftir að hafa tekið á loft vegna viðvörunar um opinn hlera eða hurð. Meira »

Icelandair sýknað í héraðsdómi

Í gær, 17:34 Icelandair hefur verið sýknað af kröfu konu um bætur og vangoldin laun upp á rúmar tvær milljónir króna vegna þess að hún fékk ekki starf hjá flugfélaginu sem flugliði vegna þess að hún er flogaveik. Meira »

17 mánuðir fyrir ítrekuð brot

Í gær, 17:02 Landsréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms um að svipta karlmann á fertugsaldri ökurétti ævilangt og að hann skuli sæta fangelsi í 17 mánuði. Maðurinn var sakfelldur fyrir umferðarlagabrot með því að hafa ekið bifreið sviptur ökurétti og undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Meira »

Svæði á Skógaheiði lokað

Í gær, 16:54 Umhverfisstofnun hefur gripið til skyndilokunar svæðis á Skógaheiði vegna aurbleytu frá og með morgundeginum, 24. mars.  Meira »
Heitir pottar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
fjórir stálstál-stólar nýtt áklæði.þessir gömlu góðu sími 869-2798
er með fjóra nýklædda stálstóla þessa gömlu góðu á 40,000 kr sími 869-2798...
Antik skápur - spónlagður rótarspónn
Er með flottan skáp með tveimur skúffum og innlagður - á 50.000 kr. Málin eru: h...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aflagrandi 40 opin vinnustofa kl 9 og j
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...