Titan Global fær lóð fyrir gagnaver

Arnþór Halldórsson, stjórnarformaður Titan Global, Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri skipulags- og …
Arnþór Halldórsson, stjórnarformaður Titan Global, Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri skipulags- og byggingarsviðs, og Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri, skrifuðu undir viljayfirlýsinguna.

Fulltrúar Hafnarfjarðarbæjar og Titan Global ehf. skrifuðu í morgun undir viljayfirlýsingu um úthlutun lóðar vegna uppbyggingar gagnavers í Hafnarfirði.

Fram kemur í tilkynningu, að fyrirhugað gagnaver verði allt að 40.000 fermetrar að stærð og sú lóð sem því muni tilheyra allt að 54.292 fermetrar. Lóðin er í 1. áfanga Kapelluhrauns sem afmarkast af vegi meðfram mörkum eignarlands Geymslusvæðisins að norðan, Koparhellu og lóðar nr. 3 við Koparhellu að austan og mörkum akstursíþróttasvæðis að sunnan og suðvestan. Nánari rannsóknir þurfa að fara fram áður en endanleg staðsetning er ákveðin.
 
Haft er eftir Lúðvík, að fleiri fyrirtæki hafi sýnt því áhuga að fá lóð undir gagnaver í Hafnarfirði og í morgun hafi verið samþykkt í bæjarráði viljayfirlýsing milli Skýrr og Hafnarfjarðarbæjar um lóð undir gagnaver. Verði skrifað undir þá viljayfirlýsingu á næstu dögum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert