50 tonn á sekúndu upp úr toppgígnum

Eldgos í Eyjafjallajökli
Eldgos í Eyjafjallajökli Ragnar Axelsson

Kvikuflæðið upp úr gosrásinni í toppi Eyjafjallajökuls er líklega um 50 tonn á sekúndu, eða um 20 rúmmetrar á sekúndu, að sögn Einars Kjartanssonar, jarðeðlisfræðings á úrvinnslu og rannsóknasviði Veðurstofu Íslands.

Þetta byggir hann á rennsli vatns úr Gígjökli, sem hefur verið um 120 rúmmetrar á sekúndu, að meðaltali síðan eftir hádegi á miðvikudag. Hraunið bræðir jökulinn og því er aukið rennsli úr honum. Einar segir að þetta sé miklu meira hraunrennsli en sagt hefur verið koma upp og líklegt sé að hraunrennslið hafi verið verulega vanmetið síðan í byrjun síðustu viku.

Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli, sem blaðamaður ræddi við í morgun er lítið skyggni á jökulinn núna í morgun og ekki hægt að sjá hversu mikill gosstrókurinn er um sig í dag, en ekkert bendir til annars en að gosið sé á svipuðu róli og það hefur verið síðustu daga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert