Gott gengi nemenda í Lindaskóla

Margt um manninn á uppskeruhátiðinni í Lindaskóla í dag.
Margt um manninn á uppskeruhátiðinni í Lindaskóla í dag.

Nemendur í Lindaskóla höfðu ástæðu til að gleðjast saman vegna góðs gengis skólans í hinum ýmsu keppnum sem nemendur hafa tekið þátt í á undanförnum vikum. 

Lindaskóli átti fjóra  nemendur í verðlaunasætum í stærðfræðikeppni 8.-10. bekkjar í grunnskólum Kópavogs , skólinn komst einnig áfram í BEST, norrænu stærðfræðikeppninni sem haldin er á árlega og stóð sig með miklum ágætum.  Ræðulið skólans tók  þátt í MORGRON, mælsku - og rökræðukeppni grunnskóla Reykjavíkur og nágrennis og keppti í lokakeppninni í Ráðhúsi Reykjavíkur sl. þriðjudag. 

Þá unnu Lindskælingar skólahreysti í gærkvöldi með miklum yfirburðum.

Það var því næg ástæða til að fagna sætum sigrum og var slegið upp grillveislu fyrir allan skólann tæplega 600 nemendur á skólalóðinni á í morgun. Nemendur sporðrenndu pylsum af bestu lyst undir dúndrandi tónlist sem hljómaði langar leiðir.

Kátir krakkar í Lindaskóla
Kátir krakkar í Lindaskóla
Pylsurnar runnu vel niður.
Pylsurnar runnu vel niður.
Góð stemning í Lindaskóla í dag.
Góð stemning í Lindaskóla í dag.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert