7,9% samdráttur í áfengissölu

Vínbúðin í Spönginni.
Vínbúðin í Spönginni.

Sala á áfengi hefur dregist saman um 7,8% það sem af er ári í lítrum talið samanborið við fyrstu fjóra mánuði síðasta árs. Sala hefur minnkað í  nær öllum flokkum áfengis en mismikið.  Það sem af er árinu er samdrátturinn hins vegar mest áberandi í sterkum og blönduðum drykkjum.

Á vef ÁTVR kemur fram að ekki sé raunhæft að bera saman sölu í apríl á milli ára þar sem páskarnir hafa mikil áhrif en í ár voru páskarnir í mars en voru í apríl í fyrra.

Salan á lagerbjór er langmest allra í lítrum talið eða 4.186 lítrar. Á fyrstu fjórum mánuðum síðasta árs nam salan 4.534 lítrum og er samdrátturinn því 7,7% á milli ára. Alls voru seldir 5.290 lítrar af áfengum drykkjum í verslunum ÁTVR á tímabilinu janúar til apríl en á sama tímabili í fyrra voru seldir 5.739 lítrar.

mbl.is