Ekki varað við ferðalögum til Íslands

Við Núpakot nú í morgun.
Við Núpakot nú í morgun. mbl.is/Kristinn

Haraldur Briem, sóttvarnalæknir, situr í dag og á morgun fund ráðgjafanefndar Sóttvarnastofnunar Evrópusambandsins, en fundurinn er haldinn í Stokkhólmi.

Nefndin er skipuð fulltrúum heilbrigðisyfirvalda í Evrópusambandinu og á Evrópska efnahagssvæðinu.
Á fundinum veitti sóttvarnalæknir upplýsingar um stöðu mála vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Jafnframt grennslaðist hann fyrir um hvort viðvaranir um ferðir til Íslands hefðu verið gefnar í Evrópu. Því var einróma vísað á bug, enda ekkert tilefni til slíkra viðvarana, að því er segir á vef heilbrigðisráðuneytisins.

mbl.is