Étur sig í gegn um síðasta íshaftið

Hraunið bræðir sér leið niður Gígjökul.
Hraunið bræðir sér leið niður Gígjökul. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Hraun frá gíg Eyjafjallajökuls virðist smám saman vera að éta sig í gegn um ísinn í Gígjökli. Talið er að þetta sé síðasta íshaftið í jöklinum og að eftir það eigi hraunið greiða leið niður á aurkeiluna neðan við jökulinn. Búist er við að það gerist næstu daga.

Virkni gossins er mikil og gjóskuframleiðsla og sprengivirkni var í gær meiri en verið hefur undanfarna daga. Gosmökkurinn steig hærra en verið hefur að meðaltali síðustu daga og er dekkri, að sögn Björns Oddssonar, jarðfræðings á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, sem var í eftirlitsflugi flugvélar Landshelgisgæslunnar yfir gosstöðvarnar.

Vísindamenn telja að íshaftið sem hraunið er að vinna á nú sé síðasta fyrirstaðan í Gígjökli. Fyrir neðan það sést lítil hola sem vatnið hefur brætt en leiðin ætti að vera greið niður hallann og á aurkeiluna við jökulröndina. Þar getur það runnið óhindrað á láglendi inn í farveg Markarfljóts.

Sjá nánar um eldgosið í Eyjafjallajökli, áhrif þess og afleiðingar, í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »