Fréttaskýring: Ísland aldrei verið „jafnlifandi“ kostur

Eldgos
Eldgos mbl.is/Rax

Ferðaþjónustan er uppspretta þeirrar tekjuöflunar sem skilar sér hvað hraðast inn í samfélagið, hún skilaði til dæmis 20% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar í fyrra og 155 milljörðum í þjóðarbúið síðustu ár.

Ríkisstjórnin, Reykjavíkurborg og yfir 60 fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa tekið höndum saman um að veita alls um 700 milljónum króna til markaðsátaks vegna eldgossins í Eyjafjallajökli, sem var eina umfjöllunarefni Ferðamálaþings í gær.

Viðbrögðin hafa verið góð og virðist ferðaþjónustufólk samtaka um að bretta upp ermar og gera allt til að reyna að snúa aðstæðum Íslandi í vil.

Eins og fram kom í máli Katrínar Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra, er þó ekki einfalt verk að láta opinbert fé og fé einkaaðila vinna saman þannig að tekið sé tillit til allra sjónarmiða.

Sigurður Valur Sigurðsson markaðsstjóri Iceland Express tók undir það og sagði það djarfa hugmynd að sameina ferðaþjónustuna í einu stóru markaðsátaki. Að sama skapi væri því mikil ábyrgð falin þeim sem leiddu verkefnið og bæri að varast að draga taum ákveðinna fyrirtækja. Hann sagði orð dagsins tvímælalaust vera „samstaða“ og gæta þyrfti þess að allir kæmu sínu á framfæri.

Athyglin á Íslandi aldrei meiri

Tækifærið til að koma Íslandi á framfæri sem áfangastað virðist einmitt vera núna, ef marka má umræðuna á Ferðamálaþingi í gær.

Þar kom m.a. fram að athyglin sem Ísland hefur fengið undanfarið hefur verið gríðarleg og jafnframt óvenjuleg að því leyti að yfirleitt þegar náttúruhamfarir fá viðlíka umfjöllun í fjölmiðlun er það vegna þess að þær hafa haft í för með sér eyðileggingu og mannskaða. Svo er ekki nú.

Þrátt fyrir áhrif gossins á alþjóðavettvangi eru allir innviðir íslensks samfélags í lagi og hér þarf því ekki að byrja á því að ráðast í allsherjar uppbyggingu áður en unnt er að efla ferðaþjónustu. Skaðinn sem orðið hefur vegna mikils samdráttar í bókunum ferða hingað til lands þarf því ekki að vera til frambúðar þótt hann gæti orðið mikill í sumar.

Helgi Már Björgvinsson, sölu- og markaðsstjóri Icelandair sagði frá því að 800% aukning hefði orðið í leit tengdri Íslandi á vefnum og 600% aukning í leit sem tengist ferðum um Ísland. Áhugi á Íslandi virðist því aldrei hafa verið meiri, en til að hann skili sér þarf að sannfæra fólk um að öruggt sé að ferðast hingað.

Eldgos hafa aðdráttarafl

Þeir ferðamenn sem laðast að Íslandi gera það flestir vegna þess að hér er margbreytileg náttúra. Með það í huga er markmið átaksins m.a. að snúa neikvæðri umfjöllun um gosið í jákvæða og undirstrika að landið sé meira lifandi en nokkru sinni.

Í erindi sínu í lok þings ítrekaði Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur einmitt að eldgos væru sjónarspil náttúrunnar og hefðu sterkt aðdráttarafl. Að nálgast virk eldfjöll ætti að geta verið hættulaust og því ætti að sýna ferðamönnum og fræða þá um það sem gerði landið svo stórmerkilegt, nefnilega jarðfræðilega virkni þess.

Hófstillt umræða

Rannsóknir sýna að fólk gerir greinarmun á áhrifum vegna náttúruhamfara og manngerðra hamfara að sögn þýska prófessorsins Norberts Pfefferleins.

Hann skýrði frá því á ferðamálaþingi að atburðir líkt og eldgosið hefðu ekki neikvæð tengsl í huga fólks, líkt og truflanir á ferðalögum vegna hryðjuverka sem dæmi. Því ætti að vera auðveldara en ella að nýta athyglina sem gosið fær á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.

Valþór Hlöðversson, framkvæmdastjóri Athygli, sagði jafnframt að rétt eins og yfirvöld í New York ykju ekki ferðamannastraum með því að kynna sérstaklega tölfræði um hryðjuverk í borginni væri óviturlegt að vekja óþarfa ótta með fólki vegna mögulegra hamfara.

Tilmæli um hófstillta umræðu snerust ekki um ritskoðun eða afneitun staðreynda heldur um skynsamlega túlkun þeirra.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Tæplega 1800 skjálftar á sólarhring

Í gær, 19:47 Skjálftahrinan við Grímsey heldur ótrauð áfram og hafa tæplega 1800 jarðskjálftar mælst á svæðinu frá því á miðnætti. „Það er engin sérstök breyting greinanleg, þetta er á mjög svipuðu róli og undanfarið,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Meira »

Vann 52 milljónir í lottóinu

Í gær, 19:26 Einn var með allar tölur réttar í lottóinu í kvöld og fær hann 52,3 milljónir króna í sinn hlut.  Meira »

Ískaldir ferðamenn elska Ísland

Í gær, 18:33 Á meðan landinn þráir sól og hita er bærinn fullur af ferðamönnum sem virðast ekki láta kulda, snjókomu, rigningu og rok stöðva sig í því að skoða okkar ástkæra land. Blaðamaður fór á stúfana til að forvitnast um hvað fólk væri að sækja hingað á þessum árstíma þegar allra veðra er von. Meira »

4 fluttir á slysadeild

Í gær, 18:24 Fjórir voru fluttir á bráðamóttökuna í Fossvogi eftir tvo þriggja bíla árekstra á höfuðborgarsvæðinu á sjötta tímanum.  Meira »

Harður árekstur í Kópavogi

Í gær, 17:28 Töluverðar tafir eru á umferð á Hafnarfjarðarveginum í suðurátt en harður árekstur varð undir Kópavogsbrúnni.   Meira »

Par í sjálfheldu á Esjunni

Í gær, 17:22 Björgunarsveitarmenn eru á leið upp Esjuna til þess að koma pari til aðstoðar sem er í sjálfheldu. Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, eru þau vel búin og væsir ekki um þau. Meira »

Aðstæður eins og þær verða bestar

Í gær, 16:44 „Þetta er búinn að vera frábær dagur,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Aðstæður til skíðaiðkunar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hafa verið góðar í dag en það snjóaði töluvert í nótt. Meira »

Hálkublettir á höfuðborgarsvæðinu

Í gær, 17:16 Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut en á Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum.  Meira »

Fjórmenningunum sleppt úr haldi

Í gær, 16:10 Fjórmenningarnir sem eru til rannsóknar vegna líkamsárásar og frelsissviptingar á Akureyri hefur öllum verið sleppt úr haldi. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir mönnunum rann út klukkan þrjú í dag en þremur þeirra var sleppt í gærkvöldi og einum í dag, samkvæmt upplýsingum frá Bergi Jónssyni, lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á Norðurlandi. Meira »

Von á enn einum storminum

Í gær, 15:43 Von er á enn einum storminum á morgun þegar gengur í suðaustan hvassviðri eða storm seint á morgun á Suður- og Vesturlandi. Gul viðvörun er í gildi á öllu landinu. Meira »

Var með barnið á heilanum

Í gær, 15:10 Tæplega sextugur karlmaður situr í gæsluvarðhaldi grunaður um alvarleg kynferðisbrot gagnvart ungum pilti og að hafa haldið honum nauðugum í fleiri daga í síðasta mánuði. Pilturinn er átján ára gamall í dag en brotin hófust þegar hann var 15 ára. Meira »

Vigdís vill verða borgarstjóri

Í gær, 14:42 Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík, segist stefna að því að flokkurinn nái 4-6 borgarfulltrúum í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þá fari hún fram sem borgarstjóraefni flokksins og vilji verða borgarstjóri Reykjavíkur. Meira »

Kvennaathvarfið ætlar að reisa 16 íbúðir

Í gær, 14:12 „Þetta endurspeglar það sem ég hef haft áhuga á,“ segir Eygló Harðardóttir, fyrrverandi ráðherra. Hún hefur verið ráðinn sem verkefnisstjóri hjá Kvennaathvarfinu þar sem hún mun vera í forystu í húsnæðissjálfseignastofnun sem Kvennaathvarfið hefur stofnað vegna áætlana um að byggja 16 íbúðir. Meira »

„Þetta er góður og rólegur strákur“

Í gær, 12:42 „Mér skilst að bílstjórinn hafi verið miður sín og að þetta hafi komið á óvart. Þetta er góður og rólegur strákur,“ segir Guðmundur Heiðar Helguson, upplýsingafulltrúi Strætó. Strætóbílstjóri var handtekinn síðdegis í gær fyrir að hafa ráðist á pilt. Meira »

Bestu fréttirnar í langan tíma

Í gær, 11:38 Fjölskylda Sunnu Elviru Þorkelsdóttur á ekki von á neinum viðbrögðum frá Spáni um helgina en greint var frá því í Morgunblaðinu í dag að einungis ætti eftir að ganga frá formsatriðum varðandi það að íslenska lögreglan taki yfir mál Sunnu og hún verði laus úr farbanni. Meira »

Vilja kostnaðartölur upp á borðið

Í gær, 13:43 Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, og Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og mennta- og menningarmálaráðherra, segja báðar að gögn um greiðslur til þingmanna og kostnað sem greiddur væri af ríkinu fyrir störf þeirra ættu að vera upp á borðinu. Meira »

Gáfu út ákæru sem þeir máttu ekki gera

Í gær, 12:08 Landsréttur vísaði í gær frá máli sem lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra hafði ranglega ákært í fyrir tveimur árum. Hafði maður verið ákærður fyrir að aka án skráningarmerkja og á ótryggðri bifreið og í kjölfarið haft í hótunum við lögregluna. Meira »

Fundu ástina í Costco og barn á leiðinni

Í gær, 11:00 Einhverjir vilja meina að áhrif Costco á íslenska smásöluverslun séu veruleg. Aðrir telja áhrifin ofmetin. Á þessu eru skiptar skoðanir og eflaust túlkunaratriði hvort er rétt. Það er hins vegar óhætt að fullyrða að áhrif Costco á líf Þóreyjar og Ómars hafi verið ansi dramatísk. Meira »
Heimavík
...
Sendibílaþjónustan Skutla. Sími 867-1234
Tökum að okkur allrahanda sendibílaþjónustu á sanngjörnu verði. Sjá nánar á www....
Volkswagen, Vw Transporter 2017 4x4
Dísel 4x4 sjöþrepa sjálfsk, Webasto hitari, klæddur að innan afturí , Verð 4890,...
 
Skipulagsbreytingar
Tilkynningar
Skipulagsbreytingar á Fljótsdalshéra...
Aðalskipulag
Tilkynningar
Breyting á Aðalskipulagi Dala...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Félagsslíf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...