Vilja ein hjúskaparlög á Íslandi

Ekki eru allir prestar á móti einum hjúskaparlögum.
Ekki eru allir prestar á móti einum hjúskaparlögum. mbl.is

Hópur presta, djákna og guðfræðinga stendur að baki vefsvæði um ein hjúskaparlög sem opnað hefur verið. Hópurinn lýsir stuðningi við frumvarp dómsmálaráðherra um ein hjúskaparlög á Íslandi og telur ekkert því til fyrirstöðu að vígslumönnum verði heimilað að gefa saman samkynhneigð pör í hjónaband.

„Við teljum kirkjuna í stakk búna til að stíga þetta skref með ríkisvaldinu í ljósi ítarlegrar guðfræðilegrar umfjöllunar síðustu ára á kirkjulegum vettvangi um kirkju, kynhneigð og hjónaband,“ segir á vefsvæðinu, einhjuskaparlog.is, en þar má m.a. finna stutta greinargerð um málið og myndbönd þar sem meðlimir í hópnum lýsa yfir stuðningi við frumvarpið.

Vefsvæði um ein hjúskaparlög

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert