Búast má við töluverðu gjóskufalli

Nýr fasi er kominn í eldgosið í Eyjafjallajökli. Hraun er hætt að renna og mestur hluti kvikunnar er sundrað í kröftugu sprengigosi. Gosmökkur rís hátt yfir
gosstöðvum og má búast við töluverðu gjóskufalli undan vindi. Ekkert
bendir til þess að gosi sé að ljúka. Þetta kemur í fram í nýju mati Veðurstofunnar og jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.

Hraunrennsli hefur minnkað verulega og stendur hrauntungan í stað síðan í gær. Að sama skapi hefur sprengivirkni aukist til muna og má telja að mestur hluti kvikunnar sé nú sundrað í sprengingum. Svartur gosmökkur stígur beint upp frá gosstöðvum og upphleðsla gígs heldur áfram. Breytingar á hegðun goss á gosstað eru því töluverðar frá síðustu dögum, samkvæmt skýrslunni.

Órói fór enn minnkandi í gær og fram til morguns. Er svipaður og hann var að jafnaði í fyrsta fasa gossins, 14.-17. apríl.

Áframhaldandi skjálftavirkni. Búið er að staðsetja a.m.k. 10 skjálfta frá miðnætti. Skjálftar verða enn flestir undir eða sunnan toppgígs og verða í þeirri rás upp í gegnum skorpuna sem þeir hafa myndað frá 3. maí. Flestir skjálftar eru undir tveimur að stærð, sá stærsti 2,2. Þrír skjálftar hafa verið staðsettir austar, undir SA-verðum jöklinun, dýpi óvíst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert