Engin megrun í dag

Megrunarlausi dagurinn (International No Diet Day) er í dag en hann er alþjóðlegur baráttudagur gegn megrun, átröskun og fordómum vegna holdafars. Þetta er í fimmta sinn sem dagurinn er haldinn hátíðlegur á Íslandi og í tilefni hans ætla Sigrún Daníelsdóttir sálfræðingur og aðrir sjálfboðaliðar að kynna málstaðinn í Kringlunni og Smáralind milli kl. 15 og 21.

Þar munu gestir og gangandi fá að stíga á hina svokölluðu Vei! vigt, en á henni birtast einungis jákvæð lýsingarorð. Með þessu vill hópurinn hvetja til hugarfarsbreytingar hjá landsmönnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert