Skógasafn í hættu

Byggðarsafn í Skógum undir Eyjafjöllum
Byggðarsafn í Skógum undir Eyjafjöllum mbl.is/Rax


Öskufall hefur verið mikið undir Eyjafjöllum og safnið á Skógum ekki farið varhluta af því. Hús og safngripir eru þakin ösku og munir í hættu. Því er nú hópur safnamanna á svæðinu við þrif og frágang muna undir forystu forvarða Þjóðminjasafns Íslands. Hópurinn lagði upp frá Reykjavík snemma í morgun og verður við vinnu á svæðinu til kvölds.

Hér er á ferðinni þrjátíu manna hópur sjálfboðaliða mest frá ýmsum söfnum á höfuðborgarsvæðinu og er stefnt að því að ná að hreinsa safnið og verja muni fyrir skemmdum, að því er segir í fréttatilkynnignu.
 
Þjóðminjasafn Íslands hefur áður brugðist við aðstæðum sem þessum og er þar skemmst að minnast jarðskjálftans á suðurlandi 2008 þegar skemmdir urðu í Byggðasafni Árnesinga á Eyrarbakka en eitt viðamesta björgunarverkefnið hingað til laut að því að koma Listasafni Reykjavíkur til hjálpar þegar skemmdir urðu í geymslum safnsins vegna elds.

Þórður Tómasson safnvörður á Skógum
Þórður Tómasson safnvörður á Skógum mbl.is/Rax
mbl.is

Bloggað um fréttina