Vill rýmra aðgengi að gosinu

Hópur vísindamanna fór að gosstöðvunum í Eyjafjallajökli í gær, þ.á …
Hópur vísindamanna fór að gosstöðvunum í Eyjafjallajökli í gær, þ.á m. Þorsteinn Jónsson hjá Jarðvísindastofnun. Mökkurinn stígur upp í 1,7 kílómetra fjarlægð. Nær var ekki farið. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Leyfið fólkinu að koma til eldfjallsins,“ sagði Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur á Ferðamálaþingi í fyrradag. Hann hefur stundað rannsóknir á eldfjöllum í fjóra áratugi og skipulagt ferðir fyrir ferðamenn á eldfjallasvæði í um þrjá áratugi. Erindi Haraldar má lesa á bloggi hans, vulkan.blog.is.

Sama dag og Haraldur hvatti til eldfjallaskoðunar sendi almannavarnadeild ríkislögreglustjóra út tilkynningu til að árétta þær hættur sem geti fylgt því að fara nálægt eldgosinu í Eyjafjallajökli.

Þar segir m.a. að þegar jökulhaft milli gígsins og Gígjökuls bresti muni eitraðar lofttegundir eiga greiðari leið niður Gígjökul og út á eyrarnar þar fyrir framan. Einnig að í eldgosum sem þessum komi fyrir að gusthlaup geti farið niður farvegi eins og Gígjökul þótt það sé ekki algengt. Hvað segir Haraldur um þetta?

„Það er þeirra áhugamál að halda fólki eins langt frá og hægt er. Þeir eru lögregluþjónar og gera það á þennan máta,“ sagði Haraldur. Hann vill frekar að fundnar verði leiðir til að gera fólki kleift að sjá eldgosið á sem öruggastan hátt.

Sjá nánar um þetta mál og um eldgosið í Eyjafjallajökli í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert