Faglegur grundvöllur stjórnsýslu veikur

Rannsóknarnefndin: Páll Hreinsson, hæstaréttardómari, dr. Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur og kennari ...
Rannsóknarnefndin: Páll Hreinsson, hæstaréttardómari, dr. Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur og kennari við Yale-háskóla, og Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Starfshópur um viðbrögð stjórnsýslunnar við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir að hinn faglegi grundvöllur stjórnsýslunnar sé veikur, ekki bara vegna ómarkvissra pólitískra inngripa í störf hennar heldur einnig vegna smæðar eininga hennar, persónutengsla og ónógrar áherslu á faglega starfshætti.

Segir í skýrslu hópsins að á sama tíma sé umgjörðin utan um vinnulag ríkisstjórna með þeim hætti að hún stuðli ekki nægilega að samhentri forystu og ábyrgð við forystu framkvæmdarvaldsins en þar komi reyndar rangar áherslur í starfi stjórnmálaflokkanna einnig við sögu. Jafnframt virðist hið pólitíska vald búa við ófullnægjandi aðhald innan úr stjórnsýslunni og utan frá, hjá þingi, fjölmiðlum og mennta- og vísindastofnunum.

Leitast verði við að efla hinn faglega grundvöll stjórnsýslunnar með því að tryggja faglegar ráðningar æðstu stjórnenda og þróa áherslur í starfsmannamálum þannig að hún veiti stjórnendum hæfilega umbun og aðhald. Stærri ráðuneyti og stofnanir eru undirstaða í að styrkja hinn faglega grundvöll stjórnsýslunnar en það kallar á átak í sameiningu ráðuneyta og stofnana.

 Að bæta þurfi vinnubrögð og starfsaðstöðu hinnar pólitísku forystu framkvæmdarvaldsins. Þannig þurfi að skerpa á forystuhlutverki forsætisráðherra í ríkisstjórn og skapa markvissari umgjörð í lögum og eftir atvikum í stjórnarskrá, og skapa þar markvissari umgjörð um ríkisstjórnarfundi og ráðherranefndir. Einnig þurfi að huga að styrkingu hinnar pólitísku skrifstofu ráðuneytanna.

Að huga þurfi sérstaklega að því hvernig bæta megi samhæfingu og reglufestu í stjórnsýslu ríkisins. Í því sambandi er lagt til að gert verði átak til að bæta vinnubrögð stjórnvalda og skýra skyldur starfsmanna hins opinbera, m.a. um skráningu upplýsinga og almennt um skýrleika og aga í vinnubrögðum. Þá er á það bent að þetta verkefni megi auðvelda með því að einfalda ráðuneytaskiptinguna og stofnanagerðina en einnig þarf að huga að því hvernig megi auka samstarf þvert á ráðuneyti og stofnanir. Í því efni þurfi sérstaklega að huga að forsendunum fyrir því að Stjórnarráðið geti í meira mæli starfað sem ein skipulagsheild.
 Að marka þurfi hlutverk, valdsvið og úrræði þeirra opinberu eftirlitsaðila með fjármálamarkaði sem um ræðir með skýrum hætti í lögum auk þess að tryggja starfsskilyrði þeirra þannig að þeir geti sinnt lögbundnum störfum sínum með fullnægjandi hætti. Áður en hugað verður að breytingum á lögum um fjármálamarkað sé þó nauðsynlegt að taka skýra afstöðu til þróunar fjármálamarkaðarins hér á landi í nánustu framtíð, þ.m.t. hvort mæta skuli séríslenskum aðstæðum við setningu laga.

 Að sterkara og samhentara framkvæmdarvald þurfi að búa við öflugt ytra aðhald. Það sé hlutverk Alþingis, og þó einkum stjórnarandstöðunnar, að veita framkvæmdarvaldinu slíkt aðhald.

Styrkja þurfi forsendur fyrir slíku en einnig að huga að mikilvægi hinnar almennu þjóðfélagsumræðu eins og hún birtist í fjölmiðlum og gagnrýnu hlutverki mennta- og vísindastofnana.

Í fréttatilkynningu frá forsætisráðherra kemur fram að mikilvægt sé að unnið verði með skipulegum hætti að því koma tillögum rannsóknarnefndarinnar í framkvæmd.

„Sú skýrsla sem hér liggur fyrir felur í sér góða greiningu á þeim tillögum sem rannsóknarnefndin hefur sett fram og beinast að stjórnsýslunni og starfsháttum í Stjórnarráðinu. Greiningu sem mun auðvelda stjórnvöldum að skipuleggja viðbrögð og úrvinnslu á tillögum rannsóknarnefndarinnar.

Mikilvægt er að fylgja því fast eftir með reglubundnum hætti hvernig þeirri vinnu miðar áfram. Mun forsætisráðherra og ráðuneyti hans beita sér sérstaklega í eftirfylgni hvað þetta varðar um leið og því er beint til allra ráðherra og starfsmanna ráðuneytanna að taka skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem og skýrslu starfshópsins til ítarlegrar skoðunar og athugunar á sínum vettvangi.

Í þeirri vinnu sem framundan er verður lögð áhersla á að eiga gott samstarf við þingmannanefndina sem hefur með úrvinnslu rannsóknarskýrslunnar að gera af hálfu Alþingis," segir í tilkynningu forsætisráðherra.

Starfshópinn skipuðu: Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og formaður hópsins, Oddný Mjöll Arnardóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, Ómar H. Kristmundsson, dósent í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands, Kristín Benediktsdóttir, hdl., og Trausti Fannar Valsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands. Með þeim starfaði Ágúst Geir Ágústsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu.


mbl.is

Innlent »

Ókeypis og án aukaverkana

Í gær, 20:35 Laufey Steindórsdóttir var í krefjandi starfi sem gjörgæsluhjúkrunarfræðingur þegar hún örmagnaðist á líkama og sál. Lífið gjörbreyttist eftir að hún kynntist jóga og hugleiðslu. Nú vinnur hún hörðum höndum að því að breiða út boðskapinn. Meira »

Kokkur ársins í beinni útsendingu

Í gær, 19:56 Nýr kokkur ársins verður krýndur í kvöld í Hörpu þar sem keppnin Kokkur ársins fer nú fram. Hægt er að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu hér á mbl.is. Meira »

Tveir með annan vinning í Lottó

Í gær, 19:37 Tveir spilarar voru með annan vinning í lottóútdrætti kvöldsins og hlýtur hvor um sig 159 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir í Prinsinum í Hraunbæ og á Lotto.is. Meira »

Þórdís vill taka á kennitöluflakki

Í gær, 18:36 Atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram lagafrumvarp sem ætlað er að stemma stigu við misnotkun á hlutafélagaforminu og er þar kennitöluflakk í atvinnurekstri fyrst og fremst undir. Í því er að finna tillögur um að hægt verði að úrskurða einstaklinga í atvinnurekstrarbann í allt að þrjú ár með dómi. Meira »

Ráðherra settist við saumavélina

Í gær, 17:55 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, var liðtækur á Umhverfisdegi Kvenfélagasambands Íslands í dag þar sem áhersla var lögð á fatasóun. Meira »

Leita að betra hráefni í fiskafóður

Í gær, 17:25 Lirfur sem éta afganga frá matvælaframleiðslu og sveppir sem nærast á hliðarafurðum úr skógrækt gætu verið framtíðin í fóðrun eldisfisks. Meira »

„Ríkisstjórnin í spennitreyju“

Í gær, 17:20 „Við erum bara að lesa þetta núna en okkur sýnist fátt vera nýtt nema kannski það að það er að koma í ljós það sem fjármálaráð varaði við, að ríkisstjórnin er komin í spennitreyju og hún þarf að grípa til niðurskurðarhnífsins,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Meira »

Metþátttaka í stærðfræðikeppni

Í gær, 17:15 Úrslitakeppni Pangea stærðfræðikeppninnar fór fram í dag, en þar öttu kappi 86 nemendur sem komist höfðu í gegn um fyrstu tvær umferðir keppninnar. Meira »

Fæðingarorlof lengt í 12 mánuði

Í gær, 16:48 Félags- og barnamálaráðherra hyggst setja af stað vinnu við heildarendurskoðun laga um fæðingar- og foreldraorlof í samráði við hagsmunaaðila. Þetta kynnti hann á ríkisstjórnarfundi fyrir helgi og sagði vel við hæfi enda verða liðin 20 ár frá gildistöku laganna árið 2020. Samhliða þessu er stefnt að því að fæðingarorlof verði lengt í 12 mánuði. Meira »

Kokkar keppa í Hörpu

Í gær, 16:38 Keppnin Kokkur ársins 2019 fer nú fram í Hörpu og stendur hún fram á kvöld, eða þegar nýr kokkur ársins verður krýndur þar um kl 23 í kvöld. Meira »

Nemendur þurft að taka frí að læknisráði

Í gær, 16:30 Edda Borg ólst upp í Bolungarvík og flutti 16 ára gömul til Reykjavíkur. Hún gifti sig 17 ára og byrjaði að búa í Hollywood. Tónskóla Eddu Borg stofnaði hún rúmlega tvítug en skólinn fagnar 30 ára afmæli í vor. Hún greindist með MS-sjúkdóminn árið 2007. Meira »

Vann söngkeppnina með Wicked Games

Í gær, 16:20 Þórdís Karlsdóttir úr félagsmiðstöðinni Bólinu í Mosfellsbæ fór með sigur af hólmi í Söngkeppni Samfés sem fram fór í dag, en þar flutti hún lagið Wicked Games eftir Chris Isaak með glæsibrag. Meira »

Báturinn kominn til Ísafjarðar

Í gær, 16:08 „Þeir komu rétt fyrir þrjú til Ísafjarðar og það er verið að vinna í því þar og okkar formlegu aðkomu er þannig séð lokið,“ segir Jónas Guðmundsson, hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, um bát sem strandaði á Jökulfjörðum fyrr í dag. Meira »

Yfir 40 milljarðar til háskólanna

Í gær, 15:51 Framlög ríkisins til háskólastigsins mun hækka á næstu árum og mun fara yfir 40 milljarða króna árið 2023 samkvæmt fjármálaáætlun 2020 til 2024, a því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Meira »

Vatnsleki í ofni 2 hjá PCC Bakka

Í gær, 15:39 Ofn 2 í kísilveri PCC Bakka hefur verið til vandræða og berst starfsfólk við vatnsleka frá kælikerfinu. Bregðast þarf við því með viðgerð og var slökkt á ofninum í gær. Meira »

Haraldur með bestu fréttaljósmyndina

Í gær, 15:38 Árleg sýning íslenskra blaðaljósmyndara opnaði klukkan 15 í dag í Smáralind og við opnunina voru ljósmyndurum veitt verðlaun fyrir bestu myndir ársins 2018. Haraldur Jónasson, ljósmyndari Morgunblaðsins og mbl.is, átti bestu mynd í fréttaflokki. Meira »

Óvissuþættir í fjármálaáætlun

Í gær, 14:47 Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2020 til 2024 gerir ráð fyrir að hægi á hagvexti, en að hann haldist um 2,5% á tímabilinu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir í samtali við mbl.is að hann geri sér grein fyrir því að forsendur áætlunarinnar geti breyst. Meira »

Ákærður fyrir nauðgun og líkamsárás

Í gær, 13:48 Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir kynferðisbrot og blygðunarsemisbrot gegn ósjálfráða manni á heimili sínu fyrir þremur árum. Meira »

4 milljörðum meira til samgöngumála

Í gær, 13:15 Fjögurra milljarða viðbótaraukning verður frá gildandi fjármálaáætlun til samgönguframkvæmda frá og með árinu 2020. Þetta kemur fram í nýrri fjármálaætlun fyrir árin 2020 til 2024 sem var kynnt í dag. Meira »
Verslunar + Lager + Geymsluhúsnæði eða létta starfsemi .
Til leigu í Bolholti 4, 105 Reykjavík Verslunarhúsnæði 235 ferm. laust strax.La...
Leiga, herb. hús, við Gullna hringinn..
Studio herb. með sérbaði og eldunaraðstöðu, hlýleg og kósí, 5 mínútur frá Gey...
Skattframtalsgerð einstaklingar/minni fé
Tek að mér gerð skattframtala fyrir einstaklinga og minni félög. Almennt bókhal...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...