Magnús leystur frá störfum

Magnús Guðmundsson var í dag úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald
Magnús Guðmundsson var í dag úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald mbl.is/Eggert Jóhannesson

Magnús Guðmundsson hefur verið leystur frá störfum sem bankastjóri Havilland banka í Lúxemborg. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Magnús var fyrr í dag úrskurðaður í sjö daga gæsluvarðhald vegna rannsóknar sérstaks saksóknara á málum tengdum Kaupþingi.

Í tilkynningu Havilland bankans kemur fram að Jonathan Rowland taki við starfi forstjóra bankans.

Líkt og fram hefur komið í dag þá var Magnús úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Er hann kominn í einangrun á Litla-Hrauni ásamt fyrrum yfirmanni sínum, Hreiðari Má Sigurðssyni. Hafa lögfræðingar þeirra kært úrskurðinn til Hæstaréttar en ekki liggur fyrir niðurstaða Hæstaréttar. 

Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, hefur ekki svarað kalli sérstaks saksóknara um að flýta komu sinni til landsins vegna fyrirhugaðrar yfirheyrslu. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar kom fram að engar upplýsingar fáist um hvenær Sigurður sé væntanlegur til landsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert