Íbúar í Vík eru að snúa aftur

Gosmökkurinn úr gíg Eyjafjallajökuls nær talsverðri hæð og kvöldsólin gerir …
Gosmökkurinn úr gíg Eyjafjallajökuls nær talsverðri hæð og kvöldsólin gerir gráan mökkinn brúnan úr fjarlægð. Helgi Bjarnason

Ætlað var að í gærkvöldi væri um þriðjungur rúmlega 300 íbúa Víkur í Mýrdal að heiman, þar er nú grátt yfir að líta af völdum öskufalls úr Eyjafjallajökli.

Strax þegar askan fór að leggjast yfir kauptúnið ákváðu margir að hverfa til vina og ættingja annars staðar.

„Við eigum þó von á að talsvert af þessu fólki snúi aftur til baka strax í kvöld eða fyrramálið enda er staðan hér nú orðin allt önnur og betri en var,“ sagði Guðmundur Ingi Ingason, lögreglumaður í þjónustumiðstöð Ríkislögreglustjóra, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi.

Sjá nánar um þetta mál og afleiðingar eldgossins í Eyjafjallajökli í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »