Mál án hliðstæðu

Sérstakur saksóknari greinir frá fimm ætluðum brotum Magnús Guðmundssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, í greinargerð sinni með kröfu um gæsluvarðhaldsúrskurð. Um sé að ræða mál án hliðstæðu hvað fjárhagslega hagsmuni varðar og um kerfisbundin og skipulögð brot hafi verið að ræða.

Í 1. kafla er fjallað um grun um markaðsmisnotkun með hlutabréf í Kaupþingi banka.

Um er að ræða kæru frá Fjármálaeftirlitinu og varðar grun um refsiverða háttsemi fyrrverandi stjórnenda og starfsmanna Kaupþings. Um sé að ræða markaðsmisnotkun með hlutabréf á tímabilinu júní 2005 til október 2008. Auk fjármálaeftirlitsins hafi rannsóknarnefnd Alþingis tilkynnt um meinta markaðsmisnotkun.

Í kaflanum segir að á árunum 2005 til 2009 hafi bankinn keypt umtalsvert af hlutabréfum útgefnum af bankanum eða um 217 milljónir hluta nettó á tímabilinu, sem sé um 29% af útgefnu hlutafé bankans miðað við útgefið hlutafé 30. júní 2008. „Umfang þessara viðskipta bankans hafi verið stór hluti af veltu hlutabréfanna í kauphöllunum í marga mánuði á tímabilinu. Sem dæmi megi nefna að frá júní til október 2008 námu kaup bankans, sem hlutfall af heildarkaupum í íslensku kauphöllinni, á bilinu 60-75% á mánuði.“

Losaði bankann við hlutabréf

Sérstakur saksóknari telur rökstuddan grun um að yfirstjórnendur, ákveðnir starfsmenn eigin viðskipta og miðlunar bankans hafi stundað þessi viðskipti fyrir hönd bankans með kerfisbundnum og skipulögðum hætti yfir langt tímabil í þeim tilgangi að hafa áhrif eða reyna að hafa áhrif á verð hlutabréfanna á mörkuðum. 

Það hafi leitt til þess að röng mynd var gefin af eftirspurn, veltu og verði hlutabréfanna. Þetta hafi einnig haft slæm áhrif á heildarvirkni verðbréfamarkaðarins á Íslandi, þar sem telja megi að markaðurinn hafi gefið ranga mynd af eftirspurn, veltu og verði hlutabréfa í Kaupþing sem hafi verið verðmætasta félagið á Íslandi á þessu tímabili og langstærsti hluti af úrvalsvísitölu kauphallarinnar.

Þáttur Magnúsar Guðmundssonar er talinn sá, að hann hafi fyrir hönd Kaupþings í Lúxemborg átt aðild að því að koma á viðskiptum með eigin hlutabréf bankans með það að markmiði að losa bankann við þau hlutabréf sem hann keypti á markaði, en þau hafi ítrekað safnast upp vegna umfangsmikilla kaupa.

Innri reglur bankans brotnar

Í 2. kafla er fjallað um kaup Holt Investment Ltd., Kevin Stanford og Desulo Trading Ltd. á hlutabréfum í Kaupþingi.

Grunur leikur á umboðssvikum en einnig markaðsmisnotkun, þar sem viðskiptin kunni að vera hluti af umfangsmikilli og skipulagðri markaðsmisnotkun. Fjölmargar innri reglur hafi verið brotnar við lánveitingarnar og rökstuddur grunur um að tilteknum stjórnendum hafi verið ljóst að þær væru í andstöðu við hagsmuni Kaupþings, þar sem sem sum þeirra hafi verið án formlegra lánasamninga og með ófullnægjandi tryggingum, til eignalausara félaga eða einstaklinga.

Lánveitingar eftir gildistöku neyðarlaga

Í 3. kafla er fjallað um lán Kaupþings til Trenvis Limited, Holly Beach S.A., Charbon Capital Ltd. og Harlow Equities S.A samtals að fjárhæð 260 milljónir evra vegna kaupa félaganna Chesterfield United inc. og Partridge Management Group á skuldabréfum tengdum skuldatryggingaálagi Kaupþings og lánveitingar Kaupþings til tveggja síðastnefndu félaganna til að mæta veðköllum frá Deutsche Bank vegna kaupanna.

Fram kemur að síðustu lánveitingarnar hafi átt sér stað eftir gildistöku neyðarlaganna og veitingu Seðlabanka Íslands á 500 milljón evra neyðarláni til Kaupþings.

Deutsche Bank hefur upplýst að ekkert fáist endurgreitt vegna viðskiptanna og tjón Kaupþings því að minnsta kosti 510 milljónir evra.

Rannsókn sérstaks saksóknara beinist að því hverjir tóku ákvörðun um viðskiptin og lánveitingarnar. Upplýsingar hafi komið fram um að Sigurður Einarsson, Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson hafi tekið ákvarðanirnar.

Einnig beinist rannsóknin að því hvort umrædd háttsemi feli í sér umboðssvik og önnur auðgunarbrot.

Skjöl útbúin eftir fall bankans

Í 4. kafla segir frá láni og öðrum fjármagnsfærslum Kaupþings til félaganna Marple Holdings S.A. og Lindsor Holdings Corporation, kaup félaganna á skuldabréfum útgefnum af Kaupþingi á árinu 2008 og skjalagerð vegna þessara viðskipta.

Um var að ræða framvirka samninga og talið að tilgangur viðskiptanna hafi verið að flytja áhættuna af fallandi verðgildi skuldabréfa af Marple Holdings S.A. og lykilstarfsmönnum Kaupþings í Lúxemborg yfir á Kaupþing banka á Íslandi. Gögn bendi sterklega til þess að skjöl vegna viðskiptanna hafi verið útbúin og undirrituð eftir fall bankans og viðskiptin því ekki átt sér stað samkvæmt dagsetningum á skjölum.

Áhrif á verðmyndun með ólögmætum hætti

Í 5. kafla er svo fjallað um kaup Q Iceland Finance ehf. á hlutabréfum í Kaupþingi, þ.e. lána fyrirgreiðslur til tveggja félaga sem skráð voru á Tortola, annars vegar í eigu Ólafs Ólafssonar og hins vegar Sheiks Al-Thani.

Sérstakur saksóknari telur að tilgangurinn með viðskiptunum hafi verið að hafa með ólögmætum hætti áhrif á verðmyndum hlutabréfa í Kaupþingi á skipulegum verðbréfamarkaði. Slík háttsemi geti talist markaðsmisnotkun.

Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, (til vinstri) leiddur ...
Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, (til vinstri) leiddur frá skrifstofu sérstaks saksóknara. Morgunblaðið/Eggert
Hreiðar Már handtekinn
Hreiðar Már handtekinn Árni Sæberg
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, og Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi ...
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, og Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri. mbl.is/Brynjar Gauti
Ólafur Ólafsson.
Ólafur Ólafsson. Jim Smart
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

United Silicon ljúki öllum úrbótum

19:44 United Silicon fær ekki heimild til að hefja framleiðslu á ný fyrr en lokið hefur verið við nær allar þær útbætur sem tilteknar eru í mati norska ráðgjafafyrirtækisins Multiconsult sem rannsakað hefur tækjabúnað fyrirtækisins. Þetta kemur fram í úrskurði Umhverfisstofunar, sem tilkynnt var um í dag. Meira »

Mikil spenna og smá stress á Sundance

18:45 „Þetta er stórt skref og mikill heiður,“ segir Ísold Uggadóttir. Fyrsta kvikmynd hennar í fullri lengd, Andið eðlilega, keppir til aðalverðlauna á Sundance-kvikmyndahátíðinni í Park City í Bandaríkjunum á morgun. Meira »

Sindri Freysson fær Ljóðstaf Jóns úr Vör

18:44 Sindri Freysson fékk í dag afhentan Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóðið Kínversk stúlka les uppi á jökli. Þetta er í sautjánda sinn sem Lista- og menningarráð Kópavogs afhendir Ljóðstaf Jóns úr Vör. Meira »

Reynslusögur af daggæslu

18:38 Bið eftir leikskólaplássi er vandamál sem margir foreldrar kannast við þegar fæðingarorlofinu sleppir. Á dögunum var stofnaður á Facebook-umræðuhópur fyrir foreldra í þessari stöðu, og á örfáum dögum eru meðlimir komnir yfir þúsund. Meira »

Þyrlan í útkall á Lyngdalsheiði

18:16 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti einn slasaðan á Lyngdalsheiði rétt fyrir klukkan fimm í dag eftir að smárúta valt á heiðinni. Lenti þyrlan við Landspítalann um sexleytið. Meira »

Gul viðvörun víða um land

16:51 Búast má við áframhaldandi hvassvirðri á Suður- og Suðausturlandi í kvöld, nótt og fram frameftir annað kvöld. Þó mun hlýna og gera má ráð fyrir rigningu samhliða vindinum á morgun. Á Faxaflóasvæðinu er spáð hvassri austanátt síðdegis á morgun og er sérstaklega varað við snörpum vindhviðum við fjöll. Meira »

Bíll valt í Norðurá

15:24 Tveir ferðamenn voru fluttir á slysadeild á Akureyri í hádeginu eftir að bíll þeirra valt í Norðurá í Skagafirði. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki eru þeir ekki alvarlega slasaðir. Meira »

Benedikt og Frú Ragnheiður verðlaunuð

15:38 Uppreisnarverðlaunin voru veitt í fyrsta skipti til viðurkenningar á markverðu og óeigingjörnu starfi í þágu frjálslyndis og almannahagsmuna. Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar, veitir verðlaunin sem þakklætisvott í garð þeirra sem skarað hafa fram úr á framangreindum sviðum Meira »

Frekari fregnir væntanlegar á morgun

13:44 Forsvarsmenn United Silicon fara nú yfir gögn en heimild til greiðslustöðvunar fyrirtækisins rennur út á morgun. Karen Kjartansdóttir, talsmaður fyrirtækisins, sagði að frekari fregnir væru væntanlegar á morgun en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Meira »

Segir grein Frosta rökleysu

12:54 Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ, segir að borgarlína sé vitrænn háttur til að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Hún gagnrýndi grein Frosta Sigurjónssonar, fyrrverandi þingmanns Framsóknarflokksins, um borgarlínu. Meira »

Telur að hann eigi að fara út úr fjölmiðlum

12:01 Eyþór Arnalds sem sækist eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segist telja rétt að hann losi sig út úr fjölmiðlarekstri ef hann verður kjörinn borgarfulltrúi. Meira »

Banaslys á Arnarnesvegi

11:50 Ungur maður lést í bílslysi á Arnarnesvegi um hálfþrjú í nótt, samkvæmt upplýsingum frá aðalvarðstjóra í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Borgarlína og spítali

11:13 Borgarlínan var mál málanna í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hilmar Þór Björnsson arkitekt fjallaði meðal annars um borgarlínuna, samgöngumál og þéttingu byggða. Jafnframt var spítalinn til umræðu. Meira »

Búið af aflétta óvissustigi

10:52 Óvissustigi var aflýst í Ólafsfjarðarmúla klukkan átta í morgun og búið er að opna Siglufjarðarveg.   Meira »

Slær í 35-40 m/s í hviðum

09:24 Síðdegis í dag verður snjófjúk s.s. á Hellisheiði, Mosfellsheiði og Kjalarnesi. Undir Eyjafjöllum er spáð austanstormi frá klukkan 17 í dag og í hviðum fer vindhraðinn í allt að 35-40 m/s. Þar verður hvassast í kvöld. Í Öræfum við Sandfell skellur óveðrið á um klukkan 15, segir á vef Vegagerðarinnar. Meira »

Skora á þingmenn

11:02 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir yfir vonbrigðum með að ekki sé tryggt fjármagn á árinu 2018 við áframhaldandi framkvæmdir við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Bókun þess efnis var samþykkt einróma á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Meira »

Ákvörðun um framboð tekin fljótlega

10:28 Á þingi Sósíalistaflokksins í gær var rætt um mögulegt framboð flokksins til sveitarstjórna í vor. Mikill fjöldi fundarmanna tók til máls á fundinum, segir í frétt á vef flokksins. Samþykkt var að boða fljótlega til félagsfundar þar sem ákvörðun yrði tekin um framboð til sveitastjórna. Meira »

49 greind með RS-veirusýkingu

09:00 Alls hafa 49 verið greindir með RS-veirusýkingu á veirufræðideild Landspítalans á fyrstu tveimur vikum ársins. Í síðustu viku voru 29 greindir með RV en þar af voru 15 börn á fyrsta og öðru ári. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Flutnings, heimilis og Airbnb þrif
Vantar þig þrif ? Sendu okkur skilaboð og fáðu tilboð strax í dag! Systur ehf ...
Borstofuskápur frá Öndvegi / Heimahúsinu til sölu
Tilboð óskast í borðstofuskáp frá Öndvegi / Heimahúsinu. Skápurinn er 220 x 55 x...
Mercedes Benz
Mercedes Benz Sprinter Maxi 316 CDi. Framl. 07.2016. Ekinn 11 þús km. 4x4. Hátt ...
Vatnstúrbínur
Getum boðið allar gerðir af turbínusettum Hagstætt verð. Vélasala Holts Snæ...
 
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...
Aukatekjur vikulega
Önnur störf
Aukatekjur Morgunblaðið vantar fólk ...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...