Fréttaskýring :Óvissa um hvalveiðar vegna lagafrumvarps

mbl.is/ÞÖK
Forráðamenn Hvals hf. sjá öll tormerki á að skipuleggja veiðar og vinnslu sumarsins vegna frumvarps um hvalveiðar sem liggur fyrir Alþingi. Verði frumvarpið að lögum á næstunni fer í gang ferli umsagna og ákvarðanatöku, sem Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals, segir aðspurður að geti tekið um tvo mánuði með frátöfum frá veiðum í jafnlangan tíma.

Þá yrði lítið eftir af sumrinu og hann hefur því ekki enn sem komið er gefið endanleg svör um sumarvinnu við hvalinn. Til stóð að ráða um 150 manns og látlaust er hringt af fólki sem falast eftir vinnu. „Staðan er hins vegar svo óljós að ég get ekki gefið fólki ákveðin svör og hef frestað því að setja skipin í slipp,“ segir Kristján.

Frumvarpið kom inn í þingið um 20. apríl og segir Kristján að það hafi komið löngu eftir að frestur til að skila inn frumvörpum hafi verið liðinn. Frumvörp eigi að vera komin inn fyrir 1. apríl og því sé um klárt brot á þingsköpum að ræða. Mælt hafi verið fyrir því 26. apríl. Þingstörf séu í gangi þessa viku og umsögnum um frumvarpið eigi að skila í síðasta lagi á föstudag, 14. maí. Í næstu viku séu áætlaðir þingfundir í tvo daga og nefndarfundir í aðra tvo. Þingið fari í frí vegna hvítasunnu og sveitarstjórnarkosninga, en þingið starfi síðan til 15. júní.

Mikil kerfisvinna

„Ef við færum út 7. eða 8. júní og þingið samþykkti þessi lög í þeirri viku værum við þar með búnir að missa öll okkar leyfi og yrðum að halda til hafnar,“ segir Kristján. „Þá færi í gang mikil kerfisvinna og ferli sem tæki varla minna en tvo mánuði. Það hefur lítið upp á sig að ráða 150 manns í vinnu meðan allt er í uppnámi og þessi óvissa hangandi yfir.“

Hvalur hf. fékk leyfi til hvalveiða fyrst árið 1947 og síðan ótímabundið leyfi árið 1959. Nú er hins vegar hugmyndin að gefa út hvalveiðileyfi til tveggja ára í senn. Þáverandi sjávarútvegsráðherra, Einar K. Guðfinnsson, gaf á sínum tíma út kvóta til fimm ára, árin 2009-2013, og var kvótinn ákveðinn 150 dýr á ári í samræmi við tillögur Hafrannsóknastofnunar. Hvalur hf. hefði mátt veiða 175 hvali í ár, en heimilt er að geyma 20% kvótans á milli ára.

Erfitt umhverfi

„Samkvæmt þessu frumvarpi ætla þeir að gefa út leyfi til hvalveiða til tveggja ára í senn og fella úr gildi gamla leyfið okkar,“ segir Kristján. „Það er allt annað en almennt gerist í sjávarútvegi, þar sem fyrirtæki hafa veiðileyfi og síðan afnotarétt af hlutdeild í heildarkvótanum. Menn vita því nokkurn veginn að hverju þeir ganga á hverju ári. Í okkar tilviki á að ráðskast með þetta annað hvert ár og ættu flestir að sjá að mjög erfitt er að vinna í slíku umhverfi.

Mér sýnist að stjórnarflokkarnir báðir séu að æfa sig á okkur með þessu og síðan ætli þeir að koma þessu fyrirkomulagi yfir á sjávarútveginn í heild sinni, því þeir sjá að þessi fyrningarleið þeirra gengur ekki upp. Þetta er eilíf ráðstjórn og skólabókardæmi um þessa fínu stjórnsýslu sem þetta lið er alltaf að mala um. Á sama tíma er allt á leið í kaldakol í atvinnulífinu,“ segir Kristján Loftsson.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Skýrt að málið njóti yfirburðastuðnings

Í gær, 20:53 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir það vonbrigði að hópur þingmanna taki sig saman um málþóf til þess að koma í veg fyrir að vilji þingsins fái að koma fram. Umræðu um lækkun kosn­inga­ald­urs til sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga niður í 16 ár var í kvöld frestað til 9. apríl. Meira »

Norðmaður vann tvo milljarða

Í gær, 20:25 Stálheppinn Norðmaður var með allar tölurnar réttar í EuroJackpot í kvöld og fær hann í sinn hlut rúma tvo milljarða króna.  Meira »

Sigurður í gullliði Dana

Í gær, 19:50 Sigurður Elvar Baldvinsson, bakara- og konditor-meistari, var í danska landsliðinu sem sigraði á Norðurlandamóti bakara, Nordic Bakery Cup, sem fram fór í Herning í Danmörku um liðna helgi. Meira »

Innheimtu veggjalds hætt í september

Í gær, 19:40 Innheimtu veggjalds í Hvalfjarðargöngum verður hætt í september, að líkindum síðari hluta mánaðarins. Þetta kom fram í dag á aðalfundi Spalar sem á og rekur göngin. Meira »

Umræðu um kosningaaldur frestað fram í apríl

Í gær, 19:32 Umræðu á Alþingi um hvort lækka eigi kosningaaldur til sveitarstjórnarkosninga niður í 16 ár hefur verið frestað til 9. apríl. Meira »

Læknafélagið telur þróunina varasama

Í gær, 19:26 Læknafélag Íslands (LÍ) hefur lýst yfir miklum áhyggjum yfir stöðu heilsugæslunnar á landsbyggðinni.  Meira »

Sakar bílstjóra um ofbeldi

Í gær, 19:09 Farþegi ferðaþjónustu fatlaðra, Lilja Ragnhildur Oddsdóttir, segir bílstjóra ferðaþjónustu fatlaðra hafa beitt hana ofbeldi er hún var farþegi í bifreið hans. Meira »

„Katastrófa“ ef verktakalæknar hætta

Í gær, 19:18 Svokallaðir verktakalæknar frá greitt á bilinu 150 til 175 þúsund krónur á dag fyrir störf sín hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Fer það eftir menntun læknisins hversu há laun hann fær. Meira »

Björt óhress með heilbrigðisnefndir

Í gær, 18:58 Björt Ólafsdóttir segir það vera mikil vonbrigði að heilbrigðiseftirlitið geri það ómögulegt fyrir veitingahúsarekendur að leyfa hunda eða ketti inni á sínum stöðum, en reglugerð sem hún innleiddi í fyrra átti að gera þeim það kleift. Meira »

Fjölbreytnin gerir hvern dag spennandi

Í gær, 18:37 Steinunn Eik Egilsdóttir er Skagastelpa í húð og hár, sem hefur ferðast vítt og breitt um heiminn. Eftir að hafa lokið grunnnámi í arkitektúr við LHÍ, uppgerð gamalla húsa í Reykjavík og skrásetningu eyðibýla í íslenskum sveitum, lá leið hennar í framhaldsnám í arkitektúr í Oxford í Englandi. Meira »

Þrennt í varðhaldi vegna kókaíns

Í gær, 18:20 Tveir karlar og ein kona voru í Héraðsdómi Reykjaness í dag úrskurðuð í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn hennar á innflutningi á um 600 grömmum af kókaíni. Meira »

Þarf að hækka laun til að auka nýliðun

Í gær, 18:00 „Laun leikskólakennara þurfa og eiga að vera hærri ef takast á að auka nýliðun. Það er því miður svo að menntun á Íslandi er almennt ekki metin nægilega vel til launa,“ segir Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, í skriflegu svari til mbl.is, spurður um laun starfsstéttarinnar. Meira »

Fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun

Í gær, 17:50 Héraðsdóm­ur Reykjavíkur hef­ur dæmt karl­mann á fer­tugs­aldri, Þórð Juhasz, í fjögurra ára fang­elsi fyr­ir að hafa nauðgað stúlku árið 2016. Hann hef­ur einnig verið dæmd­ur til að greiða henni 1,6 milljónir króna í bætur. Komst hann í samband við stúlkuna í gegnum samskiptamiðilinn Snapchat. Meira »

HÚ-inu hefur ekki verið hafnað

Í gær, 17:05 Samkvæmt upplýsingum frá Einkaleyfastofunni hefur ekki enn verið sótt um skráningu á vörumerkinu HÚ! Skráningu þess hefur því ekki verið hafnað. Orðið er hluti af samnefndri teikningu Hugleiks Dagssonar sem prentuð hefur verið á boli frá árinu 2016 og þeir seldir í vefversluninni Dagsson.com. Meira »

Vélinni snúið við eftir flugtak

Í gær, 16:57 Flugvél WOW air á leið frá París til Keflavíkur þurfti að snúa aftur til lendingar eftir að hafa tekið á loft vegna viðvörunar um opinn hlera eða hurð. Meira »

Icelandair sýknað í héraðsdómi

Í gær, 17:34 Icelandair hefur verið sýknað af kröfu konu um bætur og vangoldin laun upp á rúmar tvær milljónir króna vegna þess að hún fékk ekki starf hjá flugfélaginu sem flugliði vegna þess að hún er flogaveik. Meira »

17 mánuðir fyrir ítrekuð brot

Í gær, 17:02 Landsréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms um að svipta karlmann á fertugsaldri ökurétti ævilangt og að hann skuli sæta fangelsi í 17 mánuði. Maðurinn var sakfelldur fyrir umferðarlagabrot með því að hafa ekið bifreið sviptur ökurétti og undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Meira »

Svæði á Skógaheiði lokað

Í gær, 16:54 Umhverfisstofnun hefur gripið til skyndilokunar svæðis á Skógaheiði vegna aurbleytu frá og með morgundeginum, 24. mars.  Meira »
Heitir pottar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
fjórir stálstál-stólar nýtt áklæði.þessir gömlu góðu sími 869-2798
er með fjóra nýklædda stálstóla þessa gömlu góðu á 40,000 kr sími 869-2798...
Antik skápur - spónlagður rótarspónn
Er með flottan skáp með tveimur skúffum og innlagður - á 50.000 kr. Málin eru: h...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aflagrandi 40 opin vinnustofa kl 9 og j
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...