Staðarval ákveðið á morgun

Árni Páll Árnason, félags– og tryggingamálaráðherra, og Hermann Jón Tómasson, …
Árni Páll Árnason, félags– og tryggingamálaráðherra, og Hermann Jón Tómasson, bæjarstjóri á Akureyri, undirrituðu samninginn í dag

Staðsetning nýs hjúkrunarheimilis með  45 rýmum á Akureyri verður ákveðið á fundi bæjarstjórnar á morgun. Líkt og fram hefur komið á að hanna og byggja nýtt hjúkrunarheimili sem kemur í stað  44 hjúkrunarrýma sem eru í Kjarnalundi. Áætlaður heildarkostnaður er um 1,6 miljarðar króna.

Hámarksstærð rýmis er 75 m2 fyrir einstakling eða samtals 3.375 m2.

Akureyrarbæ stendur til boða allt að 100% lán frá Íbúðalánasjóði til 40 ára fyrir framkvæmdinni. Félags- og tryggingamálaráðuneytið mun greiða Akureyrarbæ leigu næstu 40 árin fyrir u.þ.b. 85% af framkvæmda- og fjármagnskostnaði.

Samningar þar að lútandi voru undirritaðir á Akureyri í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert