Aska hefur jákvæð áhrif á kornið

Jónatan Hermannsson ber saman vöxt í mismunandi jarðvegi.
Jónatan Hermannsson ber saman vöxt í mismunandi jarðvegi. mbl.s/Ragnar Axelsson

Eldfjallaaskan hefur jákvæð áhrif á spírun og vöxt plantna, samkvæmt tilraun sem gerð er á tilraunastöðinni Korpu.

Bygg sem sáð var sumardaginn fyrsta í hreina ösku undan Eyjafjöllum og öskublandaðan jarðveg vex heldur betur en korn sem sáð var í hreinan mýra- eða mójarðveg.

Eftir að askan úr Eyjafjallajökli féll á jarðir undir Eyjafjöllum tóku vísindamenn Landbúnaðarháskóla Íslands sýni í tilraunir sem gerðar eru í gróðurhúsi á Korpu. Sáð var byggi og vallarfoxgrasi sumardaginn fyrsta. Byggið tók strax við sér en grasið hefur enn ekki náð upp úr jarðveginum.

Sjá nánar um þetta mál og áhrif eldgossins og afleiðingar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »