Óvissan er allra verst

Gísli Halldór Magnússon í Ytri-Ásum og Elva Dögg Valsdóttir, tengdadóttir …
Gísli Halldór Magnússon í Ytri-Ásum og Elva Dögg Valsdóttir, tengdadóttir hans, hafa áhyggjur af lambfénu. mbl.is/Ragnar Axelsson

„Gosið er enn í fullum gangi og sagan sýnir okkur að ekki er víst að því fari að ljúka. Við vitum því ekki hvað við fáum. Það er verst,“ segir Þórarinn Eggertsson, bóndi í Hraungerði í Álftaveri. Þar var öskufall í gær þegar blaðamenn Morgunblaðsins voru á ferð.

Þórarinn segir að mikið öskumistur hafi verið þar daginn áður og aska byrjað að falla um kvöldið. Smáhlé varð í gærmorgun en ballið byrjaði fljótt aftur. Sérkennileg birta var í Álftaveri í gær. Sólin náði undir gjóskustrókinn en kindur voru gráar af ösku og ryk þyrlaðist undan fótum fólks og á eftir ökutækjum og aska var á þökum og ökutækjum.

„Þetta er sama gátan og verið hefur. Það er ekki mikið mál að fóðra nokkrar rollur lengur en vanalega, ef þetta fer yfir afmarkað svæði,“ segir Gísli Halldór Magnússon, bóndi í Ytri-Ásum í Skaftártungu. Þar varð mikið öskufall í fyrrinótt með rigningu.

Sjá nánar um eldgosið í Eyjafjallajökli, áhrif þess og afleiðignar, í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »